Tanntaka

Mikið skil ég hana Signýju litlu Heklu betur núna. Greyið er að taka tennur og er afar pirruð í gómnum, sérstaklega á kvöldin.

Sjálfur er ég rétt að komast til meðvitundar eftir erfiða endajaxlatöku í hádeginu. Dagurinn byrjaði ekki vel því Opelinn neitaði að fara í gang í morgun. Kvartaði sáran undan frostinu í fjöllunum og bað um frí. Var því heldur seinn til tannlæknisins sem hamaðist á jaxlinum í góðan klukkutíma. Eftir það var ákveðið að semja um vopnahlé og ég sendur á nýjan vígvöll niður í bæ. Þar tók á móti mér harðhentari tannlæknir sem með fjölbreyttu vopnasafni og einbeittum brotavilja (það þurfti að brjóta jaxlinn í tvennt) náði að koma honum upp.

En það er a.m.k. gott að þetta er yfirstaðið. Nú vona ég bara að ég lendi ekki í einhverju sýkingarrugli eða blóðsúthellingum a´la Kiddi.

Mæli ekki með þessari aðgerð.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s