Handboltinn

Ég átti alltaf eftir að minnast á Evrópumótið í handbolta. Setti inn spá sem var ekki svo fjarri lagi. Eða hvað?

En vonbrigðin með íslenska liðið voru mikil. Sér í lagi fannst mér Einar Hólmgeirs, Logi Geirs og á tíðum Snorri valda vonbrigðum. Fannst sjálfstraustið oft furðulega lítið hjá þeim m.t.t. til ferilskráa félaganna. Það sem hins vegar eftir situr hjá mér og vekur kannski mesta athygli er fjölmiðlaumfjöllunin á meðan á móti stóð og eftir mót. Mér finnst mjög sérstakt hversu skilningsríkir og í raun faglegir íslensku fjölmiðlarnir voru. Á meðan sífellt er verið að setja fram einhverja sleggjudóma um fótboltann hérna heima og sér í lagi landsliðið þá virtust menn einhvern veginn tækla handboltalandsliðið á annan hátt í þetta skiptið. Skýringin er ekki sú að við séum ÞÓ á stórmóti með handboltalandsliðið en að ströggla í undankeppni. Það er hreinlega ekki sambærilegt þar sem einungis 20 þjóðir taka handbolta alvarlega í heiminum í dag. Hins vegar er það bara svo að stundum á dapur árangur sér einfaldar skýringar. Þeir leikmenn sem ég minntist á að ofan hafa t.d. verið í kuldanum í sínum félagsliðum og glímt við meiðsli að undanförnu. Hefðu þetta verið landsliðsmenn í knattspyrnu er ég þess fullviss að rætt hefði verið um það hversu mikil fjarstæða það væri að velja þá í landsliðið og nær lagi hefði verið að velja menn sem spila á fullu hér heima. Það er hins vegar bara bull. Stundum bara ganga hlutirnir ekki upp og í þetta skiptið skýrist það að mestu af þáttum tengdum undirbúningi og ástandi leikmanna. Þá er bara að ráða bót á því í stað þess að leita að blóraböggli.

Hef fulla trú á því að við verðum á Ólympíuleikunum í ágúst og gerum síðan góða hluti á HM næsta sumar. Finnst samt að það mætti líða aðeins lengri tími á milli þessara handboltamóta.

Svo vil ég sjá íslenskan landsliðsþjálfara. Það er mín skoðun að landsliðsþjálfarar eigi almennt að þurfa að vera frá sama landi og liðið eins og leikmenn. Væri ekki málið að ræða við Gauja Þórðar. Þetta snýstu jú aðallega um að garga menn í gang í vörninni 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s