Lögin mín 2007

Ákvað að endurtaka leikinn frá fyrra ári og velja 10 uppáhalds lögin mín fyrir árið 2007. Valið ætti kannski frekar að vera 10 bestu diskarnir en ég held mig við þetta. Þetta er að miklu leyti byggt á skilvirkri talningu iTunes, að öðru leyti en því að einstaka 2-3 diskar hefðu einokað listann hefði ég alfarið byggt á því. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt. En hér kemur þetta:

1 – Vaka (Sigur Rós – Heim)
Gamalt lag en vel gjaldgengt þar sem diskurinn kom út á árinu og á honum þessi órafmagnaða útgáfa. Þetta lag er yfirnáttúrulega fallegt. Magnað.

2 – Nude (Radiohead – In Rainbows)
Ein besta hljómsveit allra tíma ef ekki sú besta fékk frábæra hugmynd í ár sem réttlætir lag á listanum. Diskurinn In Rainbows var settur í netdreifingu og aðdáendur réðu verðinu. Frábært concept svipað beyglugaurnum úr Freakonomics sem ég man aldrei hvað heitir. Diskurinn er góður en ekkert meistarastykki. Lagið Nude að mínu mati nokkuð lýsandi fyrir diskinn, sem er rólegur og líður þægilega í gegn en helst til kraftlaus.

3 – Closer (Travis – The Boy With No Name)
Keimlík The Man Who og The Invisible Band og olli mér nokkrum vonbrigðum við fyrstu hlustun. Hefur síðan vaxið mikið og þegar ég fór yfir þetta voru í raun mörg lög sem gera tilkall til sætis á listanum. Á meðal góðra laga á disknum eru Big Chair, Battleships sem er ljúf ballaða og svo ofurdæmigerða Travis lagið My Eyes.  En Closer hefur vinninginn í iTunes „playcountinu“ og því eftirlæt ég því sætið.

4 – McFearless (Kings of Leon – Because of Times)
Gott lag af virkilega góðri plötu og fátt meira um það að segja.

5 – No Cars Go (ArcadeFire – Neon Bible)
Ætlaði raunar að setja Intervention á listann þar sem ég var kominn með svo mikið af lögum sem litu dagsins ljós fyrir 2007 en ákvað að gefa No Cars Go „the benefit of the doubt“. Þar sem lagið er eitthvað svo magnað í nýju útgáfunni. Neon Bible á það annars sameiginlegt með nýjustu afkvæmum Kaiser Chiefs og The Killers að diskurinn naut sérstaklega góðs af því hversu mikið dálæti ég hafði á fyrri disk hljómsveitarinnar. En Neon Bible er góður, það verður ekki af þeim tekið og í sérstöku uppáhaldi fyrir utan fyrrnefnd lög er lagið Black Wave / Bad Vibrations sem mér finnst virkilega skemmtilegt.

6 – Whistle For The Choir (The Fratellis – Costello Music)
Ég bara dýrka þennan disk Skotanna í The Fratellis hann er svo hress eitthvað. Hefði líklega sett Chelsea Dagger á listann hjá mér en fékk viðbjóð á því lagi þegar ég frétti að það væri kyrjað ótt og títt af stuðningsmönnum Chelsea. Þeir hefðu annars getað átt fullt af lögum á þessum lista mínum, s.s. Baby Fratelli eða Flathead,  því ákvað ég aftur að leyfa iTunes talningunni að eiga úrslitaatkvæðið.

7 – The Angry Mob (Kaiser Chiefs – Yours Truly, Angry Mob)
Sá þá á Airwaves í fyrra og sú frammistaða tryggði það að ég gaf nýja disknum endalaus tækifæri. Hann er ekki jafn góður og forveri sinn en á fína spretti inn á milli. The Angry Mob er flott lag og lokakaflinn sérstaklega grípandi og skemmtilegur. Lag sem var virkilega góður félagi á hlaupunum í sumar.

8 – Is There A Ghost (Band of Horses – Cease To Begin)
Flott lag frá flottri hljómsveit. Grípandi og skemmtilegt.

9 – Moonshine (B.Sig – Good morning mr. evening)
Ætlaði hreint ekki að trúa því að þetta væri Bjarki Sig þegar ég heyrði þennan disk í fyrsta skipti. Ótrúlega góður. Að mínu mati diskur ársins og lagið Moonshine alveg frábært. Hefði þó getað valið flest laganna á listann góða.

10 – Grace Kelly (Mika – Life In Cartoon Motion)
Þetta þarf engar útskýringar. Ofur hress diskur og ofur hresst lag. Ofur hress gaur þessi Mika.

Aðrir líklegir kandídatar sem þó sluppu ekki inn af ýmsum ástæðum: Arctic Monkeys, Fall Out Boy, Klaxons, James Blunt, Eivor, The Killers, Katie Melua

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s