Jóla hvað?

Þá er desember genginn í garð í öllu sínu veldi. Hreinlega skammarlegt að vera ekki búinn að skrifa neitt hérna inn því af nógu er að taka. Fjölskyldan hefur haft ýmislegt fyrir stafni á aðventunni og ætla ég hér að fara yfir það helsta.

Föstudaginn fyrir fyrsta í aðventu fór undirritaður út að skemmta sér í góðra vinnufélaga hópi. Þegar ég skreið fram úr um 10 leytið laugardaginn eftir (sem er 3 tímum eftir að ÞK kveikir á sér) var vart við smá samviskubit yfir þessari leti og því fékk ég þá frábæru hugmynd að loa Þórdísi Kötlu að nú yrði sko farið í piparkökuhúsagerð sem staðið hefur til öll jól frá því hún fæddist. Við þetta var staðið svo um munaði. Við fengum frænkurnar í Furugrund í heimsókn og fjölskyldan bakaði piparkökur og málaði langt fram á laugardagskvöld. Á sunnudeginum var síðan unnið við að fullgera húsið sem ber þess reyndar merki að vera frumraun undirritaðs í piparkökuhúsagerð. En lesendur eru hvattir til að taka viljann fyrir verkið.

20071211213018_9

Fleiri myndir eru á síðunni hjá dömunum: thordiskatla.barnaland.is (lykilorðið er nafn á litlum bæ í suðurríkjum Bandaríkjanna).

Við Þórdís Katla létum hins vegar piparkökubaksturinn ekki nægja þá helgina heldur buðum einnig upp á aðventukransagerð á sunnudeginum. Geri aðrir betur. Tinna er hin sáttasta með vinnuframlag undirritaðs þó hún hafi að vísu sett fram sínar efasemdir með "karlmennskuelementið" í þessu öllu saman.  En kransinn er flottur.

20071211213046_21

Fyrir utan þetta höfum við líklega eins og fleiri Íslendingar undirbúið jólakortagerð, sinnt jólagjafainnkaupum og þeim verkum sem tilheyra komu jólanna hér á Fróni. Um síðustu helgi fórum við t.a.m. í laufabrauðsgerð og Þórdís Katla gerði gott betur og fór aftur í laufabrauð í gær. Nú er daman síðan á jólaballi með ömmu sinni og afa og má með sanni segja að hún hafi nóg fyrir stafni.

Jólasveinarnir hafa sinnt skyldum sínum og fundið systurnar hverja nótt frá því Stekkjastaur mætti fyrstur. Stekkjastaur færði Þórdísi Kötlu bleikan GSM síma sem verið hefur á óskalistanum ansi lengi. Litla daman fékk hins vegar snuð sem komið hefur í góðar þarfir. Síðan hefur Þórdís Katla fengið hárteygjur, vasaljós, prinsessuveski, egg sem með vatni breytist í dýr og tússtöflu og er hin ánægðasta með sveinana. Ég veit til þess að sveinarnir fengu aðstoð frá SÁÁ við undirbúning skógjafanna og fannst mér það einkar sniðug fjáröflunarleið. Hringt var og spurt hvort ekki mætti senda 13 hentugar skógjafir og voru þær svo miðaðar við aldur dömunnar. Mjög þægilegt og sniðugt.

20071201235024_13Litla daman vex og dafnar vel og fór í 6 vikna skoðun nýlega. Þar mældist hún yfir meðallagi bæði í þyngdar- og hæðarmælingu og hefur það eðlilega vakið upp margar spurningar hér í Hvarfinu 🙂 Hún hefur að vísu eins og mamman og stóra systir glímt við leiðindakvef og fékk meira að segja hita um daginn. Við heimsóttum spítalann og komumst að því að lítið var við þessu að gera. Hins vegar er það hálf óhugnalegt að sjá svona kríli glíma við kvef og hita. En hún er öll að koma til og Tinna líka, sem gafst upp á baráttunni og náði sér í sýklalyf í gær.

Annars er allt að verða klárt fyrir skírn dömunnar um næstu helgi. Búið að ákveða nafnið (loksins) og búið að semja við bakarann sem ætlar að sjá um kökurnar fyrir okkur. Það var ekki á fjölskylduna leggjandi að fara að baka nokkrum mínútum fyrir jól og því fengum við reyndan bakara í lið með okkur. Verðum vonandi ekki svikin af því.

Læt þetta duga í bili… mér skilst að ég sé á leið í jólagjafaleiðangur. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s