Fótboltablogg

Stórleikir í ensku í dag og ljóst að ég verð límdur við skjáinn. Gafst upp fyrir stuttu og fékk mér Sýn 2. Finnst ennþá verðlagning þeirra 365 manna úr öllum takti en maður þráast við. Fyrir stöð 2, sýn og sýn 2 er áskrifandi að greiða í kringum 10.000 krónur á mánuði og við það bætist síðan skyldugreiðsla til RÚV uppá að ég held 2500 kr. á mánuði. Fáránlegt. Þegar við bjuggum í USA vorum við að greiða í kringum 3000 kr. á mánuði fyrir í kringum 100 stöðvar og þ.m.t. alla þessa helstu þætti, bíómyndastöðvar og allar íþróttir sem nöfnum tjáir að nefna (m.a. enska, ítalska, spænska, hollenska boltann og meistaradeildina). En Sýnar menn mega eiga það að þeir sinna boltanum vel og umfjöllunin sem var góð er alltaf að verða betri og betri.

Hvað leikinn varðar þá eru mínir menn á Red Rants síðunni með ágætis umfjöllun sem lesa má hér. Sjálfur er ég stressaður fyrir leikinn og ekki nema hóflega bjartsýnn. Væri sáttur við jafntefli þó ég vonist að sjálfsögðu eftir sigri. Það verður þó að segjast að Liverpool liðið í dag er allt annað heldur en liðið sem tefldi fram Phil Babb vini mínum fyrir nokkrum árum. Ég sakna hans.

Spáin: 1-2 (Torres, Ronaldo og Hargreaves).

Það er síðan annar litlu minni leikur klukkan 16 þegar Arsenal mætir Chelsea. Ég held að þó úrslitin ráðist engan veginn þessa helgi þá komi styrkleiki liðanna virkilega í ljós og hverjir hafa karakter til að klára þetta í vor. Ég held t.a.m. að Chelsea vinni Arsenal í dag og í ljós komi að þetta fáránlega skemmtilega Arsenal lið sé ekki alveg tilbúið. Svo líklega fæ ég þetta í bakið aftur 🙂

Spáin: 0-2 (Shevchenko 2)

Læt þetta nægja í bili en verð að minnast aðeins á Eið Smára sem í gær sýndi enn og aftur hvað hann er sterkur karakter. Eftir allt sem á undan er gengið hjá honum virðist hann enn og aftur standa uppi sem sigurvegari. Kominn í byrjunarliðið hjá Barca, skorar og liðið farið að spila vel aftur. Alveg magnað.

Stebbi, Gummi Brynjólfs, Bjössi Hreiðars og fleiri á Anfield í dag. Afbrýðissemi er orðið sem kemur upp í huga undirritaðs…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s