Verða réttindi kvenna afnumin á Alþingi í ár??

Ég fékk tvær ljómandi fyndnar tenglasendingar á MSN í dag. Ég tók einhverju sinni meðvitaða ákvörðun um að vera opinberlega á móti áframsendingum af tölvupósti með hinu og þessu efni sem ætlað er til dægrastyttingar. Ástæðan var sú að ég var kominn með ógeð af því að fá til mín fullyrðingar um það að eitthvað hræðilegt myndi gerast ef ég sendi póstinn ekki áfram til 10 aðila eða loforð um að ég yrði ríkur eða hamingjusamur ef ég dreifði bullinu. Finnst samt alltaf gaman að fá góðar ábendingar um greinar eða eitthvað fyndið af netinu og þá helst á MSN því það kemur í veg fyrir þessar loforðalanglokur sem pirra mig. Það pirrar mig raunar að fá óþarfa tölvupóst. Þeir taki það til sín sem eiga það.

En varðandi þessa tengla þá eru þeir báðir tengdir vinkonum mínum í Vinstri Grænum, sem virðast augljóslega skemmta fleirum en mér með sínum óþrjótandi baráttuanda. Fyrst var mér bent á þennan góða útdrátt af heimasíðu Sóleyjar Tómasdóttur. Fyndin lesning þar á ferð.

Síðan fékk ég veður af því að Kolbrún Halldórsdóttir ætli ekki að láta sitt eftir liggja á Alþingi þetta starfsárið. Kröftunum verður eitt í stóru baráttumálin þetta árið. Mogginn greindi frá þessum merku pælingum hennar. Ég verð að segja að oftar en ekki þykir jafnréttisbaráttan komin á hálfgerðar villigötur þegar ég les um áætlanir Kolbrúnar og Sóleyjar. Mér þætti  það t.d. hálf máttlaust þegar gaurinn sem aldrei er boðið í partý ákvæði að mótmæla með því að neita að mæta. Svolítið þversagnarkennt. En jafnréttið er mér tveggja stúlkna föðurnum mikilvægt. Ég held bara að því verði seint náð fram eða viðhaldið með furðulegum lagasetningum og óraunhæfum þvingunum.

Verð að lokum að benda á þriðja tengilinn sem er blogg frá Sverri Stormsker sem ég datt inná um daginn og smellti í greinalistann hér til vinstri. Það er ekki annað hægt en að glotta að þessu…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s