Bækur og tónlist

Rétt í þann mund sem við Tinna erum að koma fjölskyldunni upp í rúmið fyrir framan sjónvarpið (svolítil óregla á liðinu vegna þess hve við skiluðum okkur seint heim úr fimmtudagsmatnum í Álfaheiði) stakk ég upp á því að við yrðum duglegri að slökkva á sjónvarpinu og kveikja á iPodinum og taka okkur bók í hönd.

Ég hef einmitt nýlega fjárfest í fjöldanum öllum af nýjum bókum og nýrri tónlist. Læt eflaust dóm um eitthvað af þessu detta inn á síðuna en ákvað að smella þessu inn í listaformi til að byrja með…

Bækurnar sem vinir mínir á Amazon eru að senda mér:
1. "Love in the Time of Cholera" – Gabriel Garcia Marquez (Oprah mælti með henni)
2. "If You’re Clueless About the Stock Market and Want to Know More" – Seth Godin (Svona þ.a. ég skilji hvað vinir mínir eru að tala um… og svo er ég að lesa bloggið hans og hann hefur skemmtilega sýn á hlutina)
3. "The Secret" – Rhonda Byrne (TMR átti sinn þátt í þessum kaupum. Forvitni)
4. "Permission Marketing : Turning Strangers Into Friends And Friends Into Customers" – Seth Godin (Sem fyrr segir hef ég heillast af blogginu hans)
5. "The Reluctant Fundamentalist" – Mohsin Hamid (Hef ekki hugmynd um afhverju ég keypti þessa)  6. "The 4-Hour Workweek: Escape 9-5, Live Anywhere, and Join the New Rich" – Timothy Ferriss (Enn einn bloggarinn sem ég er að lesa sem mælti með henni þessari og afþví sem ég las um hana virðist þetta vera sniðug lesning)
7. "World Religions: The Great Faiths Explored & Explained" – John Bowker (Gagnlegt að velta þessu aðeins betur fyrir sér…)
8. "Moth Smoke: A Novel" – Mohsin Hamid (Man bara ekkert afhverju ég datt inn í bækurnar hans Hamid)
9. "God Is Not Great: How Religion Poisons Everything" – Christopher Hitchens (Ég hlakka virkilega til að lesa þessar pælingar. Las um þetta og þetta virtist vera nokkuð áhugavert)
10. "A Thousand Splendid Suns" – Khaled Hosseini (Fyrri bókin hans heitir Flugdrekahlauparinn og það var nóg fyrir mig.)

Fer betur í tónlistina síðar en á meðal þess sem ég keypti var öll tónlist eftirfarandi: Sufjan Stevens, Doves, Band of Horses, Katie Melua, Klaxons, Islands, James Blunt, ofl…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s