Mættur til vinnu

Þá er undirritaður mættur til vinnu aftur, en tveggja vikna fæðingarorlofi lauk að hálfu leyti í dag. Næsta mánuðinn er stefnan sett á að vera í hálfs dags vinnu þó svo ég hafi strax fengið ákveðnar efasemdir með það fyrirkomulag að loknum þessum fyrsta degi. Það er einhvern veginn þannig að þó maður sé skráður til vinnu hálfan daginn, þá eru kröfurnar ekkert helmingaðar og því kallar þetta bara á vinnu við heimkomu eða um kvöldið í staðinn. Þarf aðeins að pæla betur í þessu.

Umönnun litlu prinsessunnar hefur annars gengið ótrúlega vel. Það þarf lítið fyrir henni að hafa og hún drekkur og sefur án allra vandkvæða, að því undanskildu að hún er stundum í stuði seint á kvöldin. Þegar hún hins vegar sofnar sefur hún langa og góða dúra þ.a. það er ekki yfir miklu að kvarta. Okkur finnst þó að þetta sé meiri orkubolti heldur en systir hennar, sem er þó ekki sú rólegasta á markaðnum. En þetta kemur allt saman í ljós með tíð og tíma.

Annars tekur Þórdís Katla hlutunum rosalega vel og er bara hin ánægðasta með nýja fjölskyldumeðliminn. Hún hefur líka nóg fyrir stafni og til viðbótar við fimleikana var hún skráð á sundnámsskeið í kvöld sem að vísu frestaðist um viku.

Nenni ekki að skrifa meira í bili en bendi á að nú erum við búin að henda 2 nýjum albúmum inn á barnalandssíðuna…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s