Það eru komin jól í IKEA og Rammagerðinni!

Fátt nýtt að frétta. Sú litla vex og dafnar og hlutirnir ganga nokkuð vel og eðlilega fyrir sig. Hefur að vísu aðeins átt erfitt með að sofna síðustu nætur, en þó ekkert grátið… bara vakað og drukkið. Þegar svefninn hefur fest hefur sú litla síðan sofið eins og steinn, sem er góðs viti.

Eldri systirin virðist síðan taka nýja fjölskyldumeðliminum nokkuð vel. Hún sýnir mikla ábyrgð í því að hjálpa til við hitt og þetta, þó svo stundum ætli hún sér að vera helst til of "hjálpleg". En hún vill vel. Það hefur líka verið svo mikið um að vera hjá Þórdísi Kötlu að hún hefur engan tíma til að finna til afbrýðissemi. Ömmur og afar, aðrir ættingjar og vinir hafa fært ÞK góðar gjafir og farið með hana út að gera eitthvað skemmtilegt við og við. Þannig fór hún t.d. með ömmu sinni og afa í Álfaheiði í bæinn í gær og fékk að skoða jólasveinana í Rammagerðinni, kaupa ís ofl. Hún er því hin ánægðasta. Dagarnir eru líka nokkuð þétt bókaðir hjá henni og sem dæmi tókst okkur feðginunum að afreka eitt stykki fimleikaæfingu, heimsókn í Kringluna, ferð á McDonald’s (í annað skiptið í vikunni 😦 ) og eitt stykki afmæli í dag. Sem sagt, ekki dauð stund hjá eldri dömunni.

Og af því ég minntist á Rammagerðina og jólasveinana þar, þá kemst ég ekki hjá því að festa á blað (eða vef) þá skoðun mína að jólavertíðin sé allt of snemma á ferðinni þetta árið eins og hin síðustu. Er á móti óþörfum bönnum og finnst því í lagi að menn auglýsi þetta frá júlímánuði ef þeim líst svo á og spili jólalög um páska ef einhver stemning er fyrir slíku. En ég auglýsi á móti eftir því að sýnd sé ákveðin biðlund og stilling og menn og konur sjái sér fært að bíða a.m.k. til loka nóvembermánaðar með það að hefja innreið jólanna. Kaninn nær nokkuð vel að hemja sig fram yfir Þakkagjörðarhátíðina sem er í lok nóvember og kannski væri rétt að við Íslendingar "hæpuðum" bara fullveldisdaginn í staðinn og færum á flug að honum loknum. Pæling… Fylltur kalkúnn í tilefni fullveldisins, það er kannski ekki svo galið?

Ætlaði annars aðallega að kvitta fyrir stórleikinn í ensku í gær í þetta skiptið. Fyrir þá örfáu lesendur síðunnar sem hafa gaman af þeirri ágætu íþrótt er hér vísun á fína og nokkuð hlutlausa umfjöllun um leikinn. Fannst þessi betri í þetta sinn heldur en vinur minn á arseblog.com sem mér þykir helst til ómálefnalegur í þetta skiptið. Var nokkuð sammála fyrri vísuninni; sanngjörn úrslit og nokkuð ljóst að bæði lið hafa sýnt að þau eiga fullt erindi í toppbaráttuna (eins og Ólafur Kristjánsson orðaði það svo furðulega í gær)…

Fínt í bili. Er að reyna að smella saman stuttu myndbroti af þeirri litlu og aldrei að vita nema mér takist að koma því inn á vefinn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s