Komnar heim

SysturnarTinna og litla prinsessan komu heim sl. miðvikudag enda var þeim farið að leiðast lífið á spítalanum. Við Þórdís Katla vorum heldur betur búin að undirbúa komu þeirra og höfðum lagað til og hreinlega sótthreinsað íbúðina. Þórdís Katla var að sjálfsögðu rosalega spennt að fá litlu systur sína heim og fékk því frí á leikskólanum á miðvikudaginn til að fara með mér að sækja þær. Þetta gekk allt eins og í sögu og heimferðin var minnsta mál fyrir litlu systurina.

Síðan þær komu heim hefur líka allt gengið rosalega vel og Tinna náð að hvílast mun betur heldur en á spítalanum. Það er nú sér umræða útaf fyrir sig að fara yfir íslenska heilbrigðiskerfið. Starfsfólkið á spítalanum er alveg fyrsta flokks og alveg hreint ótrúlegt hvað allir eru tilbúnir að leggja sig fram til að vistin þar verði sem bærilegust. Hins vegar mætti heldur betur fara að taka til hendinni í aðstöðunni þarna. Í fyrsta lagi eru herbergin orðin allt of gömul og þreytt, auk þess sem rými hverrar konu er allt of lítið. Það er engin aðstaða fyrir pabbann þarna inni, ekkert sjónvarp á herberginu og fleira sem mér þykir sjálfsagt mál ef móðirin er eins hress og Tinna var að lokinni aðgerðinni. Mér finnts að það mætti bara bjóða foreldrum að greiða sérstaklega fyrir það að fá einkastofur með svefnaðstöðu fyrir pabbann, sjónvarpi og helstu þægindum. Það hlýtur að vera möguleiki. Það hefur nefnilega sína kosti að vera upp frá fyrstu dagana; nálægðin við lækna og ljósmæður, "skilgreindi" heimsóknatíminn ofl. gera þetta nokkuð hentugt fyrir móðurina. En Tinnu hundleiddist og átti einnig erfitt með að sofa þar sem hún vaknaði sífellt við hrotur í öðrum mæðrum, önnur grátandi börn osfrv.

En eftir heimkomuna hafa þær mæðgur heldur betur sofið og sú litla virðist ætla að líkjast Þórdísi Kötlu að því leyti að hún sefur alla nóttina, sem er mikill kostur. Yngri systirinn vakir þó meira og okkur rekur ekki minni til að Þórdís Katla hafi látið jafn mikið í sér heyra fyrstu dagana. Brjóstagjöf og bleyjuskiptingar ganga annars bara vel og fjölskyldan hefur það bara svakalega gott. Við fórum í fyrsta skipti að heiman með litlu dúlluna áðan þar sem Tinna þurfti að mæta í saumatöku og prinsessan svaf vært í bílnum allan tímann…

Ég setti myndir inn á barnalandssíðuna í gær. Arsenal – Man Utd á morgun, spái mínum mönnum 3-2 sigri þar sem Tevez, Ronaldo og Brown skora. Fínt í bili.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s