Af fáu að segja…

Blogg-andinn hefur ekki sótt á mig síðustu daga og því lítið verið gert í því að uppfæra síðuna. Hef svosem ekki mikið haft frá miklu að segja enda aðallega verið í fjölskyldustússi og vinnu síðustu vikur. Fór þó á fína tónleika síðastliðið fimmtudagskvöld á Nasa. Sá Hvanndalsbræður og Ljótu Hálfvitana og var virkilega hrifin af þeim fyrrnefndu. Hafði ekki séð þá áður og skemmti mér alveg gríðarlega vel, bæði fyndnir og fínir spilarar þar á ferð.

Tók 9 holur í fárviðri á Setbergsvelli í gær og fylgdi þar eftir góðum 9 holum í Texas Scramble formi spiluðum á Oddi sl. fimmtudag. Golfið hefur verið í góðum gír þar sem við höfum verið í kennslu í vinnunni og því trúi ég ekki öðru en að það styttist í frekari forgjafarlækkun.

Annars bíður fjölskyldan bara spennt núna eftir væntanlegum nýjum meðlimi og nú gætu það verið einungis 3 vikur ef Tinna gengur einungis 38 vikur eins og með Þórdísi Kötlu. Nýjar myndir síðan á leiðinni inn á Barnaland. Kem vonandi sterkari hér inn þegar á veturinn líður.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s