Að loknu maraþoni

Þá er ég kominn í mark eftir allt of langt hálfmaraþonhlaup. Þó undirbúningur hefði getað verið betri þá var þetta virkilega skemmtilegt og heppnaðist vel í flesta staði. Fékk að vísu blöðrur á báða fætur og strengi í flesta vöðva, en skilaði mér í mark á bærilegum tíma og það er fyrir öllu. Tíminn var langt undir markmiði rúm 1 klst. og 31 mínúta sem það tók að komast þessa löngu leið. Stemningin var bráðskemmtileg og gerði þetta virkilega ómaksins vert, þó svo ég sé ekki alveg á þeim buxunum núna að setja stefnuna á hlaupið að ári. En við sjáum til.

Annars hefur lítið verið að gerast hjá familiunni, sem þó fékk loksins annan bíl á heimilið í síðustu viku. Við festum kaup á forlátri Honda CRV bifreið og erum himinlifandi með kaupin. Tinna hefur líka staðfest að þetta sé fínasti bíll og virkilega vinalegur í alla staði. En það er svosem Corsan sem ég keyri líka 🙂

Ekki miklu við þetta að bæta í bili. Myndir væntanlegar inn á barnaland.is á næstunni…

… en ég ætla ekki að tjá mig um gengi minna manna í ensku að svo stöddu. Bið þó alla um að gefa okkur a.m.k. 5  umferðir, en eftir þær lofa ég 8 stigum í húsi og 3 mörkum frá Tevez.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s