Konungsbók

Ég var duglegur að lesa í fríinu og er nýbúinn að sporðrenna einni bók til viðbótar. Kláraði Konungsbók Arnaldar Indriðasonar, en hún fjallar um ungan bókaorm sem fer til Kaupmannahafnar um miðja sl. öld til náms. Hann dettur inn í drama með prófessornum sínum og þeir fara að eltast við týnd handrit um Evrópu þvera og endilanga, eða því sem næst. Hljómar svosem ekkert rosalega spennandi og var kannski ekkert rosalega spennandi. En ágætt samt. Bókin hélt mér að minnsta kosti við efnið og mér leiddist engan veginn lesturinn. Hins vegar, án þess að fara að þylja upp endinn, ætla ég að kvarta yfir lokasenunum. Lesturinn minnti mig í lokin á áhorf dæmigerðar „Hollywood myndar“ og olli þó nokkrum vonbrigðum hvað það varðar. Það sem verið hafði nokkuð traust og eðlileg atburðarrás leystist að mínu mati upp í einum of mikið rugl og fyrirsjánlegheit (nýtt orð þar á ferð). Hef annars ekki yfir öðru að kvarta og ætla að mæla með tímanotkun í lestur bókarinnar. Það verður engin tímaeyðsla.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s