Frí á enda…

Líklega kominn tími til að hripa eitthvað inn á síðuna enda langt liðið frá síðustu skrifum. Sumarfríið kom og fór. Áttum gott og rólegt frí sem vissulega hefði mátt vera lengra. Aðstæður hér á eyjunni kölluðu líka allar á gott frí enda hefur veður verið með eindæmum gott.

Við eyddum tíma uppi í bústað hjá tengdó og tókum þátt í undirbúningi að stækkun bústaðarins. Heimsóttum síðan ömmu og afa í "Matarvagninn" og vorum ekki svikinn í þriggja daga stanslausum veisluhöldum á Hellu. Þar fyrir utan gerðum við okkar besta til að vega og meta vatnsrennibrautir og sundlaugar landsins auk þess sem undirritaður vann ötullega að því að fullkomna golfsveifluna. Um mitt frí tókst okkur svo að selja okkar ástsælu sjálfrennireið, Skoda Octavia. Síðan þá hefur fjölskyldan farið í tvö vel heppnuð ferðalög austur fyrir fjall á Opel Corsu, sem klárlega var ekki valin fyrir slíkar ferðir. En þetta hefur allt verið ljómandi gott. Áttum sérlega góðan sl. sólarhring í bústaðnum fyrir austan ásamt Stebba og Guggu.

Golfið er á réttri leið og settið og ég erum að bindast þeim sterku böndum sem munu verða grunnurinn að forgjafarhrapi næstu ára. Lækkun um heila þrjá í dag eftir góðan hring með Stebba á heimavelli undirritaðs, Svarfhólsvelli á Selfossi. Nú liggur leiðin í golfinu bara uppá við, tja eða niður á við ef einblínt er á forgjafarhliðina.

Nú styttist í hálf-maraþonið og áheitin eru byrjuð að hrynja inn. 21 km. skal lagður að baki laugardaginn 18. ágúst og fyrir þá sem áhuga hafa á, þá er hægt að heita á hlauparann á heimasíðu Glitnis. Sniðugt framtak hjá Glitnismönnum sem sjálfir ætla að leggja pening í púkk þeirra sem í mark komast. Ég hef ákveðið að hlaupa minn hring fyrir Barnaspítala Hringsins af engri sérstakri ástæðu, það er líklega eins góður málstaður eins og hver annar. Og líklega bara betri en einhver annar. Markmiðið sem fyrr 1 klst og 40 mínútur og er ég nokkuð brattur á að ná því eftir 15 km. hlaupið um daginn.

Nú fer enska deildin að hefjast og tímabilið byrjar vel hjá stórveldinu. Sannfærandi sigur á Chelsea mönnum gefur góð fyrirheit. Líst nokkuð vel á þetta hjá okkur og man raunar ekki eftir því að við höfum verið svona stórtækir á leikmannamarkaðnum áður. Nú er bara að vona að þetta smelli allt vel saman og við tökum þetta fjórfalt næsta vor. Ég hlakka allavega til að sjá sumar varnirnar í ensku glíma við Rooney, Ronaldo, Tevez, Nani og Anderson. Sé einhvern veginn ekki Sunderland menn leysa það í augnablikinu, en það kemur í ljós. Ég er raunar jafn spenntur fyrir því að sjá þessar kanónur saman eins og ég er lítið hrifinn af því að mínir menn mæti Barcelona fjórmenningnunum (Messi, Henry, Ronaldinho og Eto) í vetur.

Jæja, ætli ég fari ekki að gera eitthvað gagnlegt eins og leita að bíl á netinu… það held ég.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s