Blessaðar bækurnar

Hef verið nokkuð duglegur að skrá á síðuna nokkrar af þeim bækum sem ég hef lokið við, hvort sem mér hefur líkað þær eða ekki. Þetta er meira fyrir sjálfan mig til að muna og svo kannski nýtist þetta öðrum sem vantar eitthvað á náttborðið. Upp á síðkastið hef ég verið ötull í skáldsagnalestrinum og ætla að skella inn nokkrum af þeim bókum sem hafa bæst við lestrarlistann minn. Hef verið að setja inn myndir af kiljunum til þessa en sleppi því í þessari yfirferð…

Minningar um döpru hórurnar mínar er skáldsaga eftir kólumbíska rithöfundinn Gabriel Garcia Marques. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir þennan höfund og hef ég enga hugmynd um hvort hún er lýsandi fyrir önnur verk hans. Hún kveikti lítinn áhuga hjá mér á því að komast að því. Ég fékk bókina að láni hjá tengdó og vissi svosem ekki við hverju var að búast en sagan er tiltölulega dauf lýsing á því þegar níræður blaðamaður sem verið hefur piparsveinn alla sína ævi veitir sér þann munað að kaupa nótt hjá ungri óspjallaðri stúlku. Hann verður ástfanginn af dömunni og síðan er hreinlega "nothing more to it". Get ómögulega mælt með bókinni, því þó hún sé lipurlega skrifuð og tiltölulega hraðlesin þá er hún ekki skemmtileg.

Jón Eggert mælti með lesningu bókarinnar The Curious Incident of the Dog in the Night-Time" eftir Mark Haddon. Jón gaf Tinnu bókina í jólagjöf og reyndist það hin besta gjöf. Bókin fjallar um 15 ára strák með Asperger heilkenni sem lendir í ævintýri sem fyrir hann reynist hin erfiðasta raun. Höfundurinn skrifar bókina út frá sjónarhóli stráksins og er lýsingin svo ótrúlega áþreifanleg að manni finnst maður skilja betur þann veruleika sem einhverfir lifa í. Ekki spillir fyrir að þær aðstæður sem aðalpersóna bókarinnar lendir í eru virkilega fyndnar og lýsingarnar hjá Haddon spaugilegar.

Í Denver las ég bókina 11 mínútur eftir Paul Coehlo, þann sama og skrifaði Alkemistann. Vaka mælti með bókinni og ég greip hana með mér í fríhöfninni. Fínasta saga um brasilíska stelpu sem fer til Evrópu með háleita drauma um betra líf, en endar sem vændiskona í Sviss. Sagan er byggð á viðtölum höfundar við vændiskonur og er afar vel skrifuð og hin fínasta lesning. Ætla ekki að segja of mikið um söguþráðinn hér en ég bjóst að vísu alltaf við einhverju dramatísku risi í söguna sem aldrei varð. Ég býst reyndar við því að veruleiki margra kvenna í þessari starfstétt sé annar en sá sem blasir við í þessari bók en þetta er klárlega ein saga af mörgum. Og góð saga í þokkabót.

Þessu til viðbótar tókst mér loksins að ljúka við bókina Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Ég man hreinlega ekki eftir því að hafa lesið bók eftir hann sem ég var ánægður með, en þó held ég alltaf áfram að lesa… Hef lesið Höfund Íslands, Herra Alheim og 101 Reykjavík, sem klárlega stóð upp úr, en mér finnst þær allar keimlíkar bækurnar hans. Hann skrifar skemmtilega og dettur niður á fyndna punkta en þess á milli er þetta að mínu mati leiðindafroða sem betur mætti stytta um helming í flestum tilvikum. Þannig man ég að leikgerð bókarinnar "Þetta er allt að koma" var hrikalega fyndin og með skemmtilegri stundum sem ég hef átt í leikhúsi. Bókin hins vegar með sína allt of löngu kafla var ekki alveg nógu hress.

Fínt í bili.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s