Á leið til Denver

Það er eins og ég benti á rólegt á síðunni yfir sumartímann þar sem lítill áhugi er fyrir því að sitja fyrir framan skjáinn á góðviðrisdögum. Og ekki hefur verið hægt að kvarta yfir góðviðrisdögunum upp á síðkastið á Íslandi. Ástandið hefur verið það gott að nú er ég orðinn nokkuð viss um það að sumarfríið mitt verður uppfullt af íslenskri rigningu og roki.

Talandi um sumarfrí, þá má í raun segja að það sé hafið hjá undirrituðum. Sit núna á JFK flugvelli í New York og bíð eftir að hoppa um borð í JetBlue flug til Denver, Colorado. Við lögðum sem sagt fjögur úr vinnunni af stað í gær á Microsoft ráðstefnu og stoppuðum í einn dag í NY á leiðinni. Skutumst inn á Manhattan í gærkvöldi og borðuðum á fínum stað, Blue Water Grill, og skoðuðum okkur síðan aðeins um. Nú er síðan ferðinni heitið áfram til Denver þar sem ég verð á ráðstefnu næstu vikuna. Við heimkomu næsta laugardag hefst síðan sumarfrí fjölskyldunnar fyrir alvöru og verður því varið innanlands þetta árið.

Annars hefur svosem lítið gerst síðan ég hripaði eitthvað niður hérna síðast. Maður hefur utan vinnu reynt að keppast við að njóta góða veðursins; hlaupið aðeins, spilað svolítið golf, leikið við fjölskylduna og slappað af þess á milli. Það verður þó að segjast að ég er orðinn óþreyjufullur að komast í frí og get hreinlega ekki beðið eftir næstu helgi. Um síðustu helgi fórum við fjölskyldan í bústaðinn hjá tengdó og áttum góða helgi. Ég stakk af í útilegu á laugardeginum og sneri aftur sólarhring síðar. Útilegan var góð og verða henni vonandi gerð betri skil á síðu //Cyberg klúbbsins.

Ætla að láta þetta duga í bili… aldrei að vita nema ég verði duglegur að kíkja inn í Denver og smella póstum hérna inn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s