Þetta var…

…magnað. Fáránlega magnað. 

 

Helgin sem leið í London hjó nærri fullkomnun. Áttum gott föstudagskvöld þar sem við átum á Gaucho Grill, eina af betri máltíðum sem ég hef fengið. Skelltum okkur svo í spilavíti og klúbbaheimsókn þar sem menn dönsuðu í takt við tónlistina. Og tónlistin var hress. Undirritaður fór á kostum í spilavítinu og vann fyrir föstudagskvöldinu með fádæma frammistöðu í rúllettu. Frammistaðan var það góð að aðrir spilarar brugðu á það ráð að elta kallinn, enda fáránlega heilsteypt og útpæld "strategía" á bak við val á tölum. Hef jafnvel hugsað mér að gefa út bók þar sem ég ráðlegg óreyndari spilurum og útskýri grunninn að sigri þessa góða kvölds. "Well, he used to be the captain of England" hljómar líklegt sem heiti á ritið.

Laugardagurinn var flottur og samanstóð af nokkuð rólegri uppbyggingu fyrir ótrúlega öflugt kvöld. Eyddum deginum að mestu í Camden Town og heimsóttum markað og lögðum okkar að mörkum til örs vaxtar bjóriðnaðarins í Bretlandi. Kvöldið var síðan magnað og tónleikarnir það góðir að sækja þyrfti liðsinni öflugra penna til að komast nærri því að lýsa þeim á sanngjarnan máta. Að tónleikum loknum heimsóttum við svo flottan klúbb og vorum síður en svo sviknir. Það var helst að ótímabær þreyta Jóns Eggerts og Dodda um fjögur leytið ylli vonbrigðum, en þeir voru kannski ekki að keyra á jafn drjúgum birgðum af Red Bull og aðrir meðlimir ferðahópsins.

Sunnudagurinn var tekin í aðgerð sem fékk vinnuheitið "hreinsum Oxford stræti" og heppnaðist bærilega. Líklega fáir sem hafa farið jafn einbeittir inn á þessa verslunargötu og undirritaður þennan dag. Náði þeim furðulega áfanga að fylla heila ferðatösku í eiginlegri merkingu. Geri aðrir betur. Helgin var hámörkuð. Bestuð eins og ég held að Jón Eggert myndi segja. Held meira að segja að við höfum verið hressastir á leiðinni heim í gærkvöldi. Að minnsta kosti eftir að Stebbi tók þá sérstöku ákvörðun að vekja mig.

Hress var hins vegar síðasta orðið í huga mér þegar ég ræsti vélina í vinnunni í morgun. Ætla að sjá til þess að ég haldi a.m.k. augunum opnum á morgun og skella mér í háttinn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s