Sárir fingur

Mikið hrikalega er þetta gítarnám sársaukafullt. Fingurnir á mér sjá til þess að í fyrsta skipti á ævinni stend ég almennilega undir gælunafninu mínu. Og vel það. En þetta er ávanabindandi og þegar manni heyrist einn til tveir hljómar geta átt heima í meintu lagi, þá færist í námið aukinn kraftur. Þau eru a.m.k. orðin fimm talsins, lögin sem mér finnst ég geta farið í gegnum. Þetta er vissulega gert með góðum hléum á milli gripa, en með miklum viljastyrk má greina laglínu á stöku stað. Á morgun verður þó tekin hvíld, enda nánast farið að blæða úr fingrum vinstri handar.

Gekk frá miðanum á Muse tónleikana í dag. Flogið út með Iceland Express n.k. föstudag og heim aftur tveimur dögum síðar. Hópurinn samanstendur af undirrituðum, Jóni, Stebba og Dodda. Uppskrift af góðri helgi. Það er ég viss um.

Verð síðan að pirra mig aðeins yfir þeim sem eru að missa sig yfir landsliðsþjálfaranum í fótbolta. Hripaði sjálfur niður mína skoðun á stöðunni í gær og er jafnvel enn hrifnari af greiningunni hjá Bjössa, sem lesa má hér. Þoli hins vegar illa að hlusta á þjálfara neðstu liðanna í Landsbankadeildinni vera að lýsa því yfir að Eyjólfur sé kominn á endastöð með liðið. Einhver hefði talað um grjótkast úr glerhúsi í því sambandi. Ég get vissulega verið sammála þeim varðandi það að Eiður Smári sé bestur í flestu öðru í liðinu en að vera fyrirliði. Held að bandið góða færi betur á hendi Ívars, sem hefur leitt sitt lið út á völlinn í flestum leikjum ensku deildarinnar í vetur. En að missa sig yfir þjálfaranum finnst mér engan veginn rétt í þetta skiptið. Hreint ekki.

Lýsi að lokum eftir góðu veðri: Fæst í skiptum fyrir nokkra notaða golfbolta. Og regnhlíf.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s