Valsvonbrigði

Það er orðið langt síðan eitthvað hefur verið krotað hérna inn, en ég er ekki af baki dottinn. Aldeilis ekki. Það má þó búast við því að eftir því sem hitastigið hækkar hér á fróni fari ferðalögum mínum um veraldarvefinn fækkandi. Sumarið er jú tíminn… til að gera flest annað en skrifa blogg.

Hafði það annars gott um helgina í bústað í Húsafelli. Hrikalega gott. Fórum stórfjölskyldan saman og slöppuðum vel af í gríðarlega vel búnum bústað Kreditkorta hf. Golf, heitur pottur, góður matur, Playstation2, Fimbulfamb ofl. var á meðal þess sem hélt liðinu við efnið. Og ég er enn ósigraður í fótboltaleiknum PES í Playstation, a.m.k. innan fjölskyldunnar. Verð þó að viðurkenna að ég fór að efast um hvort ég væri á réttri leið þegar ég rúllaði 11 ára gömlum frænda mínum upp í leiknum góða. Aftur og aftur. Veit ekki hvort það er málið??

Þórdís Katla og Katla frænka hennar fóru á kostum og sýndu svo um munar hversu vel krökkum líður þegar þau geta bara hlaupið frjáls um í náttúrunni. Þær áttu þó engan stórleik á mánudagsmorguninn þegar mín dama vaknaði spræk um 5 leytið. Þegar eftir 2 hressa tíma mér tókst að koma henni í svefn aftur, tók frænka hennar við kyndlinum og gargaði hress í tæpa klukkustund. Hún gaf vissulega gull í mund, sú morgunstundin.

Fengum síðan góða heimsókn frá kjarnafjölskyldunni úr Garðahjalla, þegar Jón mætti ásamt fríðu föruneyti í heimsókn á nýja bílnum. Og talandi um þennan ágæta bíl. Ég fékk að prófa gripinn í gær og er ekki samur á eftir. Bílferðin á Corsunni í vinnuna í morgun var ekki söm og áður. Fannst fyrst um sinn sem ég hefði alveg eins getað gengið.

Við Jón kíktum síðan saman á leik Vals og Breiðabliks í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Vitandi það að maður var svosem enginn skemmtikraftur á vellinum á sínum tíma ætla ég samt að lýsa vonbrigðum mínum með leikinn. Geisp! Leikurinn var álíka skemmtilegur áhorfs og táknmálsfréttirnar. Veit ekki hvort 1-0 sigur hefði hýft ánægjustuðulinn upp eða hvort umsögnin er bara lituð af vonbrigðum með niðurstöðuna. En ég var a.m.k. ekkert sérstaklega heitur fyrir því að kíkja á næsta leik Landsbankadeildarinnar þegar ég ók heim á leik. Liðið er þétt, því verður ekki neitað, en það mætti gjarnan leggja heldur meiri áherslu á sóknarleikinn finnst manni. Er a.m.k. ekki að kaupa þessa pælingu með Baldur Bett sem framliggjandi hægri bakvörð. Finnst hann mun öflugri djúpur á miðjunni. En hvað veit ég?

Jæja. Fínt í bili.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s