Not quite done yet…

Gleymdi að ég ætlaði að henda inn úrslitum helgarinnar í íslenska boltanum fyrir áhugasama lengjutippara. Hendi inn mörkum í tveimur leikjum sem ég er sérstaklega viss um, fyrir þá sem ekki komast á völlinn:

Fylkir – Valur: 1-3 (Sibbi Hreiðarss., gamla kempan, með 1, Pálmi Rafn 1 og Atli Sveinn með mark úr horni. Þessi spádómur er svolítið litaður af draumaliðinu mínu… það verður að viðurkennast)

HK – ÍA: 1-0 (Jón Þorgrímur Stefánsson skorar síðla leiks, eftir að hafa tekið Wilhelmsson "move-ið" a.m.k. tvisvar í fyrri hálfleik)
Fram – Víkingur: 1-1
Keflavík – FH: 1-2
KR – UBK: 4-0

Já, og svo virðist vera að nálgast ný stjórn. Það hefði nú getað verið verra en þetta. Miklu verra.

Fékk spurningu í dag sem ég hef heyrt oftar en nafnið mitt síðustu 2 ár (með smá hléi þó 🙂 ). Ef ske kynni að það sparaði mér tíma síðar á lífsleiðinni þá ætla ég að leitast við að henda inn stuttu svari.

Sp (í nokkrum útgáfum): Er þig ekki farið að klæja? / Hvað ertu að hugsa að hætta í þessu? / Hvenær ætlarðu að byrja aftur?

Sv: Eins og margoft hefur komið fram í síðuskrifum mínum þá hefur oft sótt að mér sú tilhugsun hvort ekki væri nær að grafa upp takkaskónna og byrja að sprikla aftur. Því verður seint neitað að það er fátt skemmtilega en að spila fótbolta. Sú löngun er hins vegar minnst á haustin þegar hennar væri mest þörf. Hún er heldur ekkert sérstaklega sterk þegar maður heyrir af ferðum íslenskra félaga erlendis, í tvær vikur yfir páskatíðina. Og ekki gerir hún heldur vart við sig þegar maður mætir mönnum hundpirruðum í febrúar yfir því að þurfa að hlaupa útihlaup í frosti eftir stífa lyftingaræfingu.

Það er hins vegar alveg ljóst að þegar grasið grænkar og boltinn byrjar að rúlla þá langar mann alltaf til að taka þátt. Í fyrra gaf ég eftir. Skellti mér í fjörið í Fagralundi og sá svo sannarlega ekki eftir því. Núna hins vegar horfir þetta öðruvísi við. Mig langar vissulega stundum að spila með en ég hef sætt mig við það að ég nenni ekki að leggja ofangreind vetrarverk á mig til að væra hæfur til þátttöku í kappleikjum sumarsins. Í dag met ég það einfaldlega meira að geta slappað af í sófanum, þessa köldustu daga febrúarmánðar og leikið við fjölskylduna um páskana. Það spillir heldur ekki fyrir að þurfa ekki að haga sínu lífi í samræmi við furðulega leikjadagskrá KSÍ manna. Ótrúlegt að horfa upp á það að menn þurfi sífellt að bíða heilu helgarnar eftir sunnu- eða mánudagsleikjum. Það kæmu alveg jafn margir á fimmtudags- eða föstudagskvöldum. Þetta er nú eitt af því sem olli því að ég ákvað að slá til í fyrra. Leikjaplanið í fyrstu deildinni er allt annað og miklu hentugra heldur en áætlun úrvalsdeildarinnar.

Jæja. Vona að ofangreindur texti svari spurningum einhverra þeirra fjölmörgu lesenda þessarar síðu. Hann mun a.m.k. gagnast mér þegar ég lít til baka og velti því fyrir mér afhverju í fjáranum ég hnýtti ekki á mig skónna vorið 2007.

Vek að lokum athygli á því að með ofangreindum pistli er ekki verið að útiloka þátttöku í leikjum þriðju deildar þetta árið. Ég og umbinn erum að skoða þann markað 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s