Bolurinn

Fáránlegir þessir stöku frídagar í miðri viku. Þetta tekur mann alveg úr sambandi og allan þennan góða föstudag hef ég verið að glíma við mánudaginn í sjálfum mér. Óþolandi.

Hef þó trú á því að ég sé að ná tökum á þessu og ætla að demba mér ferskur inn í helgina. Ballett í fyrramálið og sérstakur sýningartími í þokkabót. Ég verð með myndavélarnar á lofti. Að dansinum loknum býst ég við því að við tökum stefnuna á Húsdýragarðinn og gerumst íslenskir bolir í eins og 1-2 klukkustundir. Fríar pylsur og blöðrur er einfaldlega eitthvað sem fjölskyldan stenst ekki.

Klukkan 14 verður síðan slökkt á símum og ljósum í Hvarfinu og athyglinni beitt óskiptri að sjónvarpinu. United – Chelsea á nýjum og glæsilegum Wembley. Ég hef verið virkilega sannspár á síðunni til þessa og er því nokkuð sáttur við það sem ég las úr lófa mínum áðan. 3-1 sigur minna manna; Ronaldo, Carrick og Smith með mörkin. Ég er Smith maður, hann er flottur. Ef Hilario setur hann ekki fyrir Chelsea, þá verður það Lampard sem jafnar síðla fyrri hálfleiks úr skoti sem hefur viðkomu í tveimur mönnum sigurliðsins. Amen.

Um kvöldið erum við Tinna síðan bókuð í bærileg sæti á sýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Leg. Sérstakt nafn.

Sit annars hérna við undirleik piltanna í Travis, en þeir voru að henda á markaðinn gömlum disk í nýju hulstri. Tók mig til og keypti fullt af diskum í gær á gomusic.ru og er ánægður með flest kaupin, svona við fyrstu hlustun. Travis er þó ekki að heilla. Ótrúlega hlutlaus diskur, a.m.k. eftir fyrstu tvær áheyrnirnar. Í körfunni var einnig "Best of Nick Cave", áfylling á Johnny Cash safnið, Leonard Cohen í flutningi fjölmargra annarra söngvara, Keane, Arctic Monkeys ofl…

Jæja, kalla þetta dag í bili. Mæli með nýjum meðlimi bloggsamfélagsins. Ólafur Brynjólfsson gróf upp gamalt lyklaborð nýverið…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s