Bolti, hlaup og kosningar…

Jæja. Skemmtileg og spennandi kosninganótt að baki. Mér sýnist sem þetta hafi sloppið fyrir horn og hér verði að minnsta kosti ekki hreinræktuð vinstri stjórn með kaffi á brúsa. Þó er aldrei að vita, B menn eru vísir til að taka slaginn með þessu ofumtalaða bandalagi.

Kosninga- og Evrósýnarkvöldið var afar skemmtilegt hér í Hvarfinu. Við fengum til okkar ömmur mínar, afa, frænku, foreldra, systur og maka og skemmtum okkur vel fram eftir kvöldi og nóttu. Gestirnir voru að sjálfsögðu látnir elda matinn sjálfir og vakti það mikla lukku. Minni lukku vöktu fréttir þess efnis að einungis 14 stig hafi vantað upp á aðgangsmiða Eika Hauks í úrslitakeppnina í Finnlandi. Það var svekkjandi.

Dagurinn í dag verður helgaður þeirri ágætu íþrótt knattspyrnunni. Mínir menn taka á móti dollunni góðu á Old Trafford í dag, en bikarinn góði snýr nú á heimaslóðir eftir allt of langa fjarveru. Þær gætu orðið blendnar tilfinningarnar að loknum öruggum sigri minna manna í dag. Fari það svo að Wigan vinni Sheffield Utd, mun þessi 4-0 sigur okkar United manna tryggja veru West Ham í fyrstu deild á næsta ári. Það væri særandi fyrir íslenska þjóðarstoltið sem klárlega hefur bætt gengi W.Ham inn í ánægjuvogina. Hef þó trú á 1-0 sigri Sheffield og að mark Michael Tonge og stórbrotin frammistaða Kenni í markinu muni reynast Eggerti Magnúss. mikið gleðiefni.

Að loknum enska boltanum mun ég líklega halda niður í Laugardal þar sem mínir menn í Val hefja titilsóknina gegn hallærispíunum í Fram. Vona að rauðir vinni stórsigur. Það væri það eina rétta í stöðunni í kjölfar þessa ógeðslega myndbands sem komst á netið nýverið. Umferðinni lýkur síðan með leik HK og Víkings í Fossvogi í kvöld. Veit ekki hvort ég verði á staðnum þar en ég vonast eftir góðu gengi minna fyrrum félaga. Spái 0-0 jafntefli í bráðfjörugum leik.

Annars opnaði Matti Gumm Íslandsmótið með stæl í gær. Skoraði sigurmark í sínum fyrsta leik fyrir FH. Glæsilegt. Sjálfur átti ég góðan dag í Neshlaupinu og skilaði mér í mark í 10. sæti í 7,5 km. hlaupi. Árangur sem þó líklega fellur í skuggan af hlaupafélögum mínum þeim Stebba og Guggu. Stebbi náði góðum árangri, þrátt fyrir að skila sér heim einungis 4 tímum fyrir hlaup og hlaupa með stórt hlutfall af áfengissölu öldurhúsanna kvöldið áður í blóðinu. Gugga hljóp síðan eins og vindurinn og ég er ekki frá því að hún hafi verið í topp 10 í kvennaflokki. Þetta er öflug sveit. Úrslit hér.

Jæja, nú verður dagurinn gripinn. Fyrst af öllu verður haldið í leiðangur með fjölskyldunni og hef ég fregnir af því að sænska samsteypan IKEA sé fyrsti viðkomustaður. Þangað hef ég margoft íhugað að flytja lögheimili mitt, a.m.k. heimili sambýliskonu minnar.

Verð að lokum að minnast á skemmtileg ummæli Steingríms J. í þætti leiðtoganna sl. föstudagskvöld. Þar var hart gengið að honum að svara hvaða möguleika hann sæi í nýjum iðnaði á landinu á næstu árum og óskað eftir "concrete" dæmi. Steingrímur var skjótur til svara og benti á að hann sæi til dæmis fyrir sér framtíð í vexti bjórverksmiðja hér á landi. Það er í fínu lagi og bærilegasta hugmynd. En er þetta ekki sami maður og vildi banna bjórinn fyrir 20 árum síðan? Flottur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s