x-hvað?

Góð helgi að baki. Enska meistaradollan skilaði sér heim nú síðdegis eftir sannfærandi jafntefli Chelsea og Arsenal. Við Tinna skiluðum okkur líka heim úr góðri bústaðarferð þar sem við sóttum heim Stebba og Guggu í bústað Glitnis á Hellu. Ingó og Magga voru líka á svæðinu og er líklega vika liðin síðan ég át jafn mikið af góðum mat á jafn stuttum tíma.

Við Stefán röltum 9 holur í gær og tókst honum að sigra mig, enda spilaði ég eins og blindur maður með hrífu í hendinni. Spilamennskan var í meira lagi sérstök; þrjú góð pör og svo þvílíkar bombur inn á milli. Niðurstaðan 4 högga tap fyrir Stebba, sem sýndi öllu jafnari spilamennsku.

Við fórum í ballet í gær með Þórdísi Kötlu og býst ég við að myndir af þeim herlegheitum skili sér inn á barnalandssíðuna hennar á morgun. Alveg magnað að sjá þessar litlu dömur skoppa í balletpilsunum sínum um salinn. Áttaði mig þó á því að ég mun seint geta leiðbeint minni dömu, fari svo að hún leggi þetta listform fyrir sig. Fyrir mér hefði kennarinn alveg getað verið á heimsmælikvarða í þessu og þær allt eins verið að setja upp Svanavatnið, sem er eini ballettinn sem ég þekki. Mig grunar þó að það hafi ekki verið málið.

Tók í kvöld próf sem gert er af þeim á Bifröst og á að auðvelda valið í kosningunum næsta laugardag. Hægt að prófa það með því að smella á linkinn hér. Svo er bara að vona að eitthvað svipað líti dagsins ljós fyrir Eurovisjón kosninguna. Mér þætti afar leiðinlegt að spreða mínu símtali á vitlaust land…

Mín niðurstaða (smellið á mynd til að stækka):

xhvad
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s