Degi of seint í mark…

Já. Ég dreif mig ekki af stað á fimmtudaginn. Skýldi mér á bak við þá staðreynd að hlaupafélagarnir gáfu þetta eftir, en dauðsá eftir því þegar ég heyrði í startbyssunni í beinni útsendingu Stöðvar 2. Ætlaði síðan allt kvöldið að drífa mig af stað í nokkurs konar uppbótarhlaup en gat ekki slitið mig frá góðri fimmtudagsframreiðslu sjónvarpsstöðva landsins. Stöð 2 brást að vísu og sýndi ekki Studio 60, sem hefur fest sig í uppáhaldsþáttarsætinu hjá mér. Það er svosem dæmigert að "þátturinn minn" skuli vera tekin af dagskrá. Já, það eru þessar stóru áhyggjur í lífinu sem blasa við manni viku eftir viku…

Ég var hins vegar duglegri í kvöld. Skilaði mér heim úr vinnunni seinnipartinn og skellti mér í níðþröngan hlaupagallann með Guðmund vin minn á úlnliðnum. Við erum góðir saman, Guðmundur og ég. Hljóp í 7,5 km. og hefði varla getað farið einni skóstærð lengra. Það er gríðarlega erfitt að hlaupa um hérna í fjöllunum. Mér finnst ég ekki komast 10 metra án þess að þurfa að klífa eða koma mér niður fjall. Þetta hlýtur að skila sér þegar ég mæti til borgarinnar og tek þátt í maraþoninu góða.

Var annars að klára ágætan upphitunarþátt fyrir evrópsku söngvakeppnina. Góður þáttur í kvöld. Þau voru svo kát og glöð, hin sérfróðu, að ég gat ekki annað en brosað með þeim. Og brosi enn. Ég býst við þýskum sigri þetta árið og spái því að Eiríkur rétt skríði inn í úrslitin. Þar skilar íslenska lagið sér í 14 sæti. Við hljótum að taka því.

Íslenski boltinn að rúlla af stað. Ég færi með ósannindi ef ég viðurkenndi ekki að kláðinn ágerist í báðum fótum eftir því sem nær dregur boltasumri. Líklega hjálpar daglegi pistillinn frá fyrrum samherja mínum um það hversu latur ég sé að gefa þetta frá mér á mínum unga aldri. En það verður ekki aftur snúið úr þessu. Býð samt fram krafta mína ef það er til lið á landinu sem vill fá í sínar raðir virkan hlaupagarp sem býður sig fram í leiki innan höfuðborgarsvæðisins. Við Guðmundur sjáum hvað setur í þessu.

Ég afskrifaði VG  um daginn. Ég held að það sé óhætt að fleygja F listanum og vinum Ómars út um gluggann líka. Útilokunaraðferðin bregst ekki. Guðjón Arnar virkar álíka traustvekjandi á mig í stjórnarráðinu eins og Daihatsu Charade í Formúlu 1. Uppgjafahermennirnir sem fylgja honum koma mér líka jafn traustir fyrir sjónir eins og myndin af fyrstu forsætisráðherraræðu Ómars Ragnarssonar. Sem einhvern veginn passar betur inn í skaupið 2 tímum síðar… 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s