Sárt

Sit fyrir framan sjónvarpið og reyni að sleikja sárin. Skipti rétt áðan á Skjá Sport og sá mína menn fagna sigri gegn Everton um síðustu helgi. Þar tryggðum við líklega titilinn þetta árið. Af Skjánum skipti ég á Sýn og sá hvar David Beckham minnti hressilega á sig í leik um helgina gegn Atletico Bilbao. Á stuttum stöðvarúnti minnti ég sjálfan mig á hversu stutt er á milli hláturs og gráturs í þessum blessaða bolta.

Við höfum ekki unnið alvöru titil síðan Beckham fór. Bekcham hefur sjálfur ekki bætt bikurum í safnið þennan langa tíma. Nú lítur a.m.k. út fyrir að titlabið okkar United manna ljúki og ekki loku fyrir það skotið að Beckham kveðji Spán með meistarabikar. Það væri þá aldrei að Beckham bölvuninni væri aflétt.

Bölvun eða engin bölvun. Við erum að minnsta kosti dottnir út úr Meistaradeildinni þetta árið. Kolfallnir á ítölsku prófinu. Lítið við þessu að segja svosem, mættum bara einfaldlega betra liði. Það mætir ekkert lið sem vill láta taka sig alvarlega til leiks í undanúrslitum Meistaradeildar með Darren Alexsson á miðjunni. Þetta var allt í senn sorglegt og pínlegt á að horfa. Ronnie og Rooney eru ungir og eiga framtíðina fyrir sér. Með þá á löngum samningum er Meistaradeildardollan handan við hornið. Darren er ungur, en þar við situr. Hans samningi er best borgið á svokölluðu hraðuppboði á E-bay.

Ég sakna Keane og Beckham. Þeir hefðu étið Köku. Ég ætla hins vegar ekki að gráta þetta tap of lengi. Sigur á City um helgina og við erum komnir með 9 og 1/2 fingur á dolluna. Ef við löndum sigri þá gleymist tapið sára um sinn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s