Mánudagur

Stutt blogg úr Hvarfinu. Um að gera að halda þessu síðuskrípi lifandi. Fór tvær hlaupaferðir um helgina, aðra hér í fjöllunum og hina síðari á sunnudagsmorguninn í fylgd með Stefáni um Laugardalinn. Finnst vera nokkuð góður gangur í þessu hlaupaprógrammi mínu og stefni enn nokkuð brattur á 1/2 maraþon í ágúst.

Laugardagurinn var erfiður fyrir harðan United mann og biðin var löng eftir góðu fréttunum af Leikvangi Heilags James. Góðu fréttirnar að Ferguson fann pláss fyrir Kieran Richardson á löngum meiðslalista minna manna. Þar er Kieran kallinn best geymdur. Nú mætum við vatnsgreiddum Mílanópíum á morgun og sé ég það sem litla fyrirstöðu fyrir rauða herinn. Þórdís Katla lagðist til svefns í United treyjunni fyrr í kvöld og það hefur til þessa þótt heilladrjúgt. Hef fulla trú á þessu og spái sannfærandi 2-0 heimasigri. Wayne kallinn og Ole með mörkin. Af bikurunum þremur hef ég nú minnsta trú á deildardollunni enda prógrammið sem bíður okkar virkilega verðugt. Ég held að deildin ráðist að miklu leyti um helgina. Ef okkur tekst að vinna Everton held ég að bikarinn góði skili sér heim og jafn sannfærður er ég um að ef Tevez vinur minn setur 2 og tryggir W.Ham sigur að þeir bjargi sér. Þannig er nú það.

Annars voru mínir menn á Íslandi að gera gott mót í kvöld. Valsmenn báru sigurorð af Keflvíkingum sem teljast verða væntar fréttir. Hins vegar tókst félögum mínum úr Fagralundi að koma á óvart og slá W.Ham B af úr keppni. Merkilegast við þær fréttir fannst mér að heyra að Jón Þorgrímur félagi minn hefði sett hann. Sérstaklega í ljósi þess að ég fylgdist með undirbúningi hans í dag sem samanstóð af ötulu kexáti í bland við litla aðra næringu. Það þurfa greinilega ekki allir að hafa jafn mikið fyrir þessu…

Verð annars í lokin að benda þeim sem ekki sáu Silfur Egils um helgina að kíkja á það á netinu. Hún átti stórleik VG daman sem mætti galvösk í morgunsárið. Það geta víst ekki allir átt sinn dag. Stundum er hann bara annarra.
Svo er líka gaman að fylgjast með því í Google reader hversu greinarnar í "pólitík" dálknum mínum aukast jafnt og þétt eftir því sem nær dregur dómsdegi. Finnst eiginlega Samfylkingin hérna í sveitinni tækla þetta hvað best. Þegar þau hafa ekkert að blogga um er bara keypt könnun. Henni svo smellt í loftið innan um hinar 100 kannanirnar, hún birt í blaði flokksins og svo bloggað um þessi óvæntu tíðindi 🙂 Svona á að gera þetta.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s