Summertime!

Víðavangshlaup ÍR 2007 002Sumarið gekk í garð í dag og það með stæl. Áttum saman fínan dag í bænum í dag fjölskyldan í flottu aprílveðri.

Ég mætti um hádegisbil í Ráðhús Reykjavíkur ásamt Dodda til að taka þátt í Víðavangshlaupi ÍR og þreytti þar með frumraun mína sem kapphlaupari. Hvattur dyggilega áfram af Þórdísi Kötlu, Tinnum Margréti og Dögg og mömmu og pabba sem raunar unnu sjálf það þrekvirki að ganga á staðinn frá Álfaheiði. Ágætis frumraun og ekki ólíklegt að mínum hlauparaunum fjölgi á næstu misserum, a.m.k. fram að Reykjavíkurmaraþoni. Svo sér maður hvað setur eftir það.

Hlaupið gekk vel og ég fór a.m.k. langt fram úr mínum markmiðum. Hvort ástæðan fyrir því liggur í hóflegri markmiðasetningu eða lítilli þekkingu á eigin hlaupagetu/sjálfspíningarstuðli veit ég ekki. En ég var að minnsta kosti hæstánægður með árangurinn: 19 mínútur og 44 sekúndur!
Hér er hlaupið
Og hér eru úrslitin

Það verður hins vegast að viðurkennast að líðan mín var ekkert sérstök þegar ég skreið í mark. Það geta Stefán og Íslandsmeistarinn Gugga vottað, en ég var hættulega nærri því að æla yfir þau þegar þau köstuðu kveðju á mig á marklínunni. Hef samt fulla trú á því að þetta skáni eftir því sem metrunum fjölgar hjá mér á næstu mánuðum.

Að hlaupi loknu röltum við og skoðuðum rústirnar í Austurstrætinu. Svakalegt að horfa upp á þetta en ljóst að þarna gefst tækifæri til að skapa aðlaðandi umhverfi og möguleiki á því að nýta þetta ágæta torg betur en hefur verið gert til þessa. Ég held að gosbrunnur á torgið og lítil kaffihús í plássið séu málið…

… þó líklega verði 2 subbulegir skemmtistaðir og hamborgarabúlla lendingin.

Jæja. Var ekki nógu forsjáll til að taka mér frí á morgun og þarf að koma mér í háttinn. Fáránlegir þessir stöku föstudagar. Hefði ekki verið lag að hafa sumardaginn fyrsta á föstudegi? Þetta er föstudagslegur dagur.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s