5 km = 23 mín

Reykjavík brann í dag. Sorglegt. Nú er bara að vona að ráðandi mönnum og konum beri gæfa til að smella einhverju smekklegu í plássið. Tækifæri á tækifæri ofan.

Það hefur verið frekar tíðindalítið hér í Hvarfinu að undanförnu. Foreldrar okkar skiluðu sér heim eftir heimsreisurnar og höfum við verið nokkuð dugleg að heimsækja þau og reyna að stela einhverju af brúna litnum þeirra. Horfandi á mig í bjarmanum af tölvuskjánum er ég ekki frá því að það hafi tekist að einhverju leyti. Og þó.
Boðað var til kaffisamsætis daginn eftir heimkomu hjónanna í Álfaheiði og var það vel. Ættin hefur varla hisst í fjarveru þeirra og ég hef þurft að elda allt of oft sjálfur síðustu mánuði. Nú sér loks fyrir endann á þeim vanda 🙂

Þórdís Katla hefur annars eytt meginparti vikunnar í Álfaheiði, en hún glímir nú við einhverja leiðinda flensu. Súrt að horfa upp á það. Ég hef þó sem betur fer ekki gripið þetta hjá henni og get því mætt ferskur til leiks í Víðavangshlaup ÍR í fyrramálið. Sigur og ekkert annað kemur til greina. Doddi ætlar að leggja sveitinni lið og einnig hafa borist fregnir af því að skötuhjúin á Sólvallagötunni muni hlaupa undir merkjum sömu sveitar. Sigurlyktin er sterk.

Hún er líka sterk lyktin sem leggur frá Trafford. Er klár á því að við skilum einum í hús, nokkuð bjartur á tvo og farinn að fá sannfærandi drauma um þrennuna. Ég mun síðan aldrei aftur sætta mig við að hlusta á væl í stuðningsmönnum annarra liða um meiðsli lykilmanna. Evra, Rio, Vidic, Neville, Silvestre, O’Shea, Van Der Sar, Saha, Park. Týndir. En samt streyma sigrarnir inn. Ennþá að minnsta kosti. Ronaldo fær síðan verðskuldaða viðurkenningu um helgina. Vonandi að hún verði veitt í kjölfar glæsts sigurs á lærisveinum Gareth Southgate. Það væri við hæfi.

Stefnan hér með sett formlega á 23 mínútur í hlaupinu á morgun. Koma svo.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s