Páskamaturinn

Gleymdi í páskaupptalningunni að minnast á góða ferð okkar ásamt Guðrúnu, Daða og sonum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á föstudaginn. Það var afar skemmtilegt og myndir af ferðinni ásamt fleiri myndum má fljótlega finna á Barnalandssíðunni hennar Þórdísar Kötlu. Set annars hérna inn uppskriftir af páskamatnum sem lýst var í fyrri færslu ásamt mynd af Þórdísi Kötlu og langafa hennar rétt eftir að hún hafði lokið við páskaeggjaleit þessa árs.

Páskar 2007 035

 

Kalkúnauppskriftin að neðan er stolin og stílfærð af vefsíðunni www.holta..is. Ostakökuuppskriftin er hins vegar fengin að láni úr bókinni "Eftirréttir Hagkaupa".

Forréttur: Rækjukokkteill

– Rækjur
– Sýrður rjómi
– Tómatsósa
– Sítrónusafi
– Majónes
– Aaromat
– Salt og pipar

– Annað krydd eftir smekk

Aðalréttur: Kalkúnn með heslihnetu- og sveppafyllingu

– 1 kalkúnn
1 sítróna
1/2 dl bráðið smjör
Salt og pipar
Nokkrir dropar af sojasósu

Öllu blandað saman og kalkúnninn penslaður. Kalkúnninn settur í ofnpott og brúnaður við 225°C. Að því loknu er vatni helt yfir hann og eftirfarandi sett í botninn á pottinum og lok yfir:
– L
aukur
– Gulrætur
– 5 þurrkuð einiber
– Vatn Kalkúnninn ausaður reglulega og honum snúið. Áætlaður steikingartími 40-50 mínútur pr. kíló. Fyrir steikingu á kalkúninum er útbúin fylling og sett inn í kalkúninn. Afganginn af henni má síðan setja í formi inn í ofn og elda sérstaklega. 

Fylling:
150 g smjör
350 g nýir sveppir, niðursneiddir
200 g laukur, smátt saxaður
– 1 stilkur sellerí, smátt saxaður
2 msk. þurrkuð steinselja 
1-2 msk. kalkúnakrydd
– 300 g skinka, smátt söxuð
100 g heslihnetur, ristaðar og sneiddar
150 g brauðteningar
2 stór egg
2 dl rjómi
1/2 tsk. salt
1 tsk. ferskmalaður pipar

Eftirréttur: Súkkulaði ostakaka

Eftirfarandi blandað saman og skellt í botn á bökunarformi:
– 200 g Hafrakex
– 30 g dökkt súkkulaði
– 80 g brætt smjör
 

900 g af rjómaosti hrært í hrærivél þangað til hann er mjúkur. 150 g af sykri og 2 tsk af kakó bætt við og hrært vel saman. 3 eggjum bætt út í og enn hrært vel saman.

130 g af sýrðum rjóma og 2 tsk af vanilludropum bætt saman við og öllu hrært saman.

240 g af bræddu dökku súkkulaði bætt saman við og öllu síðan hellt yfir hafrakex blönduna.

Bakað í ofni við 180°C í 50 mínútur og borið síðan kalt fram með t.d. rjóma og jarðaberjum eins og undirritaður gerði á smekklegan hátt í gær.

Ath. að uppskriftin af kökunni er gerð eftir minni og því gæti vantað eitthvað í hana eða hlutföll verið röng, held samt ekki…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s