Scholes rauði og Guðmundur hlaupafélagi

Scholes kallinn er eitthvað pirrí, pirrí, pú þessa dagana. Þvílíkur óþarfi að láta henda sér af velli og leyfa Rómverjum að spila einum fleiri í rúman hálfleik. Bölvaður óþarfi. Þetta slapp samt held ég fyrir horn hjá okkur Man Utd. mönnum og ég er enn nokkuð bjartsýnn á að við mætum Bayern í undanúrslitum. Hef einhvern veginn þá trú að þetta árið verði ensku liðin þrjú öll í undanúrslitum. Sé fyrir mér 3-1 sigur minna manna og 2-2 jafntefli Chelsea og Valencia. PSV ættu síðan að spara sér ferðakostnaðinn á Anfield því þeirra þátttöku er lokið í bili, það er klárt mál.

Páskafríið annars hafið og samanlögð páskaeggjatala íbúa Álfkonuhvarfsins þetta árið: 22! Lesendur vita því hvert þeir eiga að leita í sælgætissókn, því enn sem komið er borða ég ekki nammi og til mikils ætlast af Tinnu og Þórdísi Kötlu að ljúka við 4 egg. Annars er stefnan sett á afslöppun um páskana þó eitthvað verði tekið á því í hlaupunum. Nýja Garmin græjan kemur þar sterk inn og ljóst að það er mun skemmtilegra að hlaupa með svona ferðafélaga á hendinni heldur en án hans. Það er líka vissara að fara að taka á því í hlaupunum og fara að komast í eitthvað form því bæði er frammistaða mín í boltanum óásættanleg þetta árið og ekki von á betra þegar slakað hefur verið á fyrrgreindu sætindabindindi.

Fyrir ári síðan tók ég þá ákvörðun að hætta köku og sælgætisáti og gosdrykkju. Við þetta hefur verið staðið í heilt ár. Nú hef ég hins vegar ákveðið eftir þennan reynslutíma að taka aftur upp neyslu á kökum í hæfilegu magni en ákveðið að halda mig áfram frá sælgæti og gosi. Kaffihlé sem hófst á sama tíma í fyrra stóð í þrjá mánuði og verður ekki endurtekið í bráð. Er samt ennþá undir 8 bollum á dag sem er ásættanlegt.

Greinin framan á Fréttablaðinu í dag var virkilega spaugileg. Einhverjir kristniboðar að kvarta yfir því að haldnar væru skemmtanir eins og X-Factor og keppnin um fyndnasta mann landsins á þeim helga degi föstudeginum langa. Hálfgerð tímaskekkja að mínu mati og því gat ég ekki annað en brosað að afar hnyttnum tilsvörum skipuleggjenda brandarakeppninnar, sem mér hefur reyndar þótt fjarri því fyndin til þessa. Athugasemd hans var eitthvað á þá leið að Jesú kallinn hefði líklega sjálfur viljað gera sér glaðan dag hefði hann ekki verið bundinn við annað… Ég fer líklega á eftir þessum manni fjandans til fyrir að hafa þetta hér eftir. En ég bara neita að trúa að himnafeðgarnir hafi eitthvað á móti því að fólk sem vinnur 250+ daga á ári skemmti sér á þessum minnihlutadögum sem það fær frí á. Hugsanlega ættu kirkjunnar menn að kvarta minna og leggja meiri rækt við að finna "church factorinn". Það hlýtur jú eitthvað að vera úr lagi þegar fólk bíður í röð eftir sæti í verslunarmiðstöð, til að hlusta á fimmtuga falska konu syngja vikulega, í stað þess að mæta á "show" þar sem menn ganga á vatni og breyta því síðan í vín á eftir. Eða hvað?

Farinn að bulla og mál til komið að skella sér í svefninn. Sund fyrst á dagskrá í fyrramálið og að sjálfsögðu verður hlaupið með Garmin mér við hlið. Hugsa að ég kalli Garmin kallin Guðmund hér eftir. Það er vinalegra.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s