Tækni-Siggi

Átti góðan leik í Kringlunni í dag. Skilaði 2 McOstborgum og shake niður með stæl, sýndi fádæma elju í troðfullri Bónusverslun sem minnti á Hverfisbarinn þegar sá staður toppaði fyrir nokkrum árum og verslaði mér ný gleraugu. Tók nýja leið í gleraugnakaupum í þetta skiptið. Í stað þess að eyða drjúgum tíma í vangaveltur á milli mögulegra umgjarða og heimsókna í fjölda verslana, þá gekk ég inn í eina verslun og 20 mínútum síðar út með ný gleraugu í vasanum. Því sem næst. Það kemur bara í ljós síðar hvort þessi "spontant" ákvarðanataka mín kemur í bakið á mér og skilar mér aftar á listann yfir kynþokkafyllstu menn ársins en ella.

Langar annars að benda á nokkrar tækninýjungar sem orðið hafa á vegi mínum uppá síðkastið. Glæfralegt að kalla þetta nýjungar, þar sem flestir þessir hlutir hafa verið í loftinu um langt skeið. En þetta er nýtt fyrir mér og líklega stærsta hluta lesendahóps síðunnar ef ég tel mig þekkja hann rétt.

Það fyrsta sem varð á vegi mínum um daginn er Google Reader þjónustan. Ég hef verið að berjast við að nýta RSS færslur á vefsíðum til að geta verið nokkuð "up-to-date" á vefrúntinum en hef einhvern veginn ekki verið nógu sáttur við þær lausnir sem ég hef verið að prófa. Prófaði því Google Reader og er himinlifandi. Virkar einfaldlega þannig að ef maður er á síðu sem manni líst á og vill fylgjast með á skráir maður hana inn í Google Reader og eftir það malla fréttirnar þangað inn. Í stað þess að heimsækja fjölda blogg- og fréttasíðna þá opnar maður bara Google síðuna sína og les þær fréttir sem bæst hafa við þann daginn. Bráðsnjallt. Síðan er hægt að merkja við þær greinar sem lesanda þykja áhugaverðar og birta þær t.d. á sinni eigin síðu. Ég er einmitt með slíkan hlut virkan hér til hægri…

Önnur skemmtileg síða sem varð á vegi mínum um daginn er www.squidoo.com. Þarna getur fólk stofnað hlekki um allt milli himins og jarðar og deilt með öðrum lesendum síðunnar. Maður leitar síðan bara að því sem maður vill fræðast um og hugsanlega hefur einhver deilt fróðleiksmola um efnið. Gallinn við notkunina á síðunni til þessa er að ég hef rekist mikið á hlekki (linsur eða hvað það er kallað) þar sem höfundurinn er að reyna að selja ákveðna lausn fremur en kynna mögulegar leiðir. Eins og með GoogleReader þá er þetta náttúrulega fjarri því að geta kallast nýjung, en nýtt fyrir mér.

Þessu til viðbótar hef ég verið að uppgvötva sniðug forrit, bæði á download.com sem og annars staðar. Vírusvarnarforritið Avast! er mjög öflugt og selt af Þekkingu :). Heimútgáfan er hinsvegar ókeypis og því vert að benda þeim sem vilja setja tölvuna sína í gjörgæslu á þann ágæta grip. Á download.com má líka finna tvö önnur forrit sem ég hef fundið, hlaðið niður og notað með góðum árangri. Annað heitir Syncback og notast til að taka afrit t.d. á milli tölvu og utanáliggjandi drifa. Það virkar vel hérna heima fyrir þó það séu kannski ákveðnir gallar sem hægt er að lesa um í notendaskrifum á download.com. Þriðja og síðasta forritið er PDF prentari sem heitir PrimoPDF. Ég er ekki með AcrobatWriter hérna heima og hef verið að fara ýmsar leiðir í PDF gerðum, með misjöfnum árangri. Þetta forrit virkar vel og er eins og hin, ókeypis.

Nú mætti halda að ég væri orinn hinn mesti tölvunjörður og svo sannarlega að finna mig á nýjum vettvangi. Það er öðru nær. Þetta eru flest svo basic hlutir að ég myndi ekki þora að missa þetta út úr mér á kaffistofunni. En þetta er að gagnast mér vel og því vert að benda þeim  hundruðum sem heimsækja síðuna á þetta líka 😉

Læt þetta duga í bili. Þegar ég er búinn að ýta á send hnappinn kemur í ljós hvort ég hef elju í mér til að bæta við nýrri færslu, sem yrði þá sú þriðja í dag. Langar nefnilega að setja hér inn lið sem ég vildi gjarnan sjá á fleiri síðum. Mataruppskriftir.
Það er ein mesta pína fjölskyldunnar að finna hugmyndir að mat flesta daga vikunnar. Ætla því að vera uppspretta hugmynda fyrir aðra og hugsanlega sjálfan mig þegar fram líða stundir og hripa hérna niður þegar ég dett niður á eitthvað sniðugt. Varla samt í kvöld… þreytan sækir að mér.

A.Johnson var að skora á móti Arsenal (í endursýningu). Þetta hlýtur að vera svekkjandi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s