Afslöppunarhelgi

Það er kominn 18. mars. Hver hefði trúað því 1. jan að 18. mars væri rétt handan við hornið? Ekki ég.

Í dag á litla og eina systir mín hún Hrafnhildur 22 ára afmæli og á hún af því tilefni von á stórum pakka frá fjölskyldunni í Hvarfinu. Það eru fleiri merkisatburðir á dagskrá hjá fjölskyldunni tengdir gjafmildi okkar Vatnsendabúa, því síðar í dag munu foreldrar mínir ganga í fylgd Tiger Woods inn á Bay Hill golfvöllinn í Orlando. Við, ásamt Hrafnhildi og Reyni, gáfum þeim aðgangsmiða á Arnold Palmer Invitational mótið í jólagjöf og ætla þau ásamt Addý ömmu að fylgjast með lokadegi mótsins í dag. Sannarlega spennandi dæmi það.

Sjálfur hef ég átt rólega helgi enda nauðsynlegt að slappa af eftir afar erfiða síðustu helgi. Föstudagskvöldið var afar rólegt þrátt fyrir að Tinna Dögg væri hér í gistingu en við tókum hana að okkur þar sem Vaka er rúmföst með slitna hásin. Agaleg meiðsli það. Þær frænkurnar voru ótrúlega rólegar og sofnuðu á 10 mínútum í kúrisófanum góða. Þegar við vorum vöknuð og búin að slátra morgunkaffinu sendi ég liðið út að gefa öndunum og í heimsókn í Heiðargerðið en tók sjálfur til hendinni hérna heima. Smellti í fyrstu skúringarfötuna um 11 leytið og hellti síðasta skúringarvatninu í vaskinn um 4 leytið. 5 tíma þrif, sem líklegast drógust aðeins á langinn sökum þess að sinna þurfti stórsigri minna manna í United.

Í gærkvöldi sat ég líka fyrir framan sjónvarpið sem reyndar hafði upp á fátt að bjóða. Horfið á öskurverðlaunahátíðina (e. Scream Awards) og komst mér til undrunar að því að ég er líklega í markhópnum fyrir þessa hátíð. Superman aðdáandinn ég kem þar sterkur inn. Það var líka ekki að spyrja að því, minn maður Súpi tók verðlaun fyrir ofurhetju kvöldins…

Fínt í bili. Smelli að lokum inn mynd af afmælisbarninu úr matarboði í Hvarfinu um daginn. Til hamingju!

Matarboð í Hvarfinu
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s