Punktur, punktur…

Er of þreyttur til að skrifa eitthvað af viti á síðuna og minni því sjálfan mig á það í punktaformi hvað ég hef haft fyrir stafni síðustu daga:

  • Stóð nokkrar vaktir á Tækni og Vit sýningunni og komst að því að meirihluti þeirra einstaklinga sem sækir slíka sýningu hefur meiri áhuga á fríum pennum og ókeypis súkkulaðimolum heldur en því að heyra hvað ég hef að segja um það nýjasta í tölvuheiminum í dag. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart.
  • Bibbi feiti (e. Brett Teach) knattspyrnuþjálfarinn minn fyrrverandi frá Bandaríkjunum datt í heimsókn sl. fimmtudag og hef ég hitt hann hvern einasta dag síðan þá. Það er skammtur sem ætti að duga mér næstu árin. Hann er ekki það hress. Þó mikið hressari heldur en þegar maður lék undir hans stjórn og klárlega mikið hressari eftir hættulegt magn af íslensku brennivíni.
  • Note to self and others: Aldrei að reyna aftur að drekka í takt við Sigga Sighvats.
  • Það skýrir kannski enn betur hvers vegna fólk sótti frekar í súkkulaðið heldur en í tölvuÞekkingu mína á sýningunni. Þ.e. viðleitni mín til að halda í Sigurð Sighvatsson í ágtæu teiti heima hjá Dodda Guðjóns á laugardaginn. Hress Siggi er enginn tölvuorðabók en þunnur Siggi er alveg gagnslaus.
  • Og aftur að bölvuðu brennivíninu. Hvers vegna þurfum við Íslendingar alltaf að draga upp íslenskt Brennivín þegar erlenda gesti ber að garði? Ég hef aldrei farið í partý þar sem sá ógeðfelldi drykkur er á borðum, en alltaf er hann dreginn upp í návist erlendra gesta. Er þetta ekki þreyttur siður?
  • Kíkti á HK – Fylkir í gær og viðurkenni hér, og einungis hér, að fiðringurinn er klárlega til staðar. Held mig samt við maraþonpælinguna enn um sinn.
  • Mínir fyrrum félagar samt í góðum málum. Voru mikið sprækari og það kæmi mér verulega á óvart ef þeir taka ekki slatta af stigum til sín í sumar. Þeirra vegna er samt mikilvægt að tala ekki upp miklar væntingar. Er nefnilega sífellt spurður að því hvernig ég telji að fyrir þeim fari… og um enn um sinn svara – Beint niður!
  • Já og maraþonið. Ætlaði að byrja að æfa um helgina en gaf sjálfum mér viku til viðbótar í að koma mér af stað. Það var ekki hægt að sameina þetta og útstáelsið sem fylgdi komu Bibba. Ekki séns.

Jæja, farinn í bólið. Geisp! Verð samt að lauma inn mynda af Bibba og frú ef ske kynni að einhver af dyggum lesendum síðunnar hafi ekki séð kappann

Brett og Sarah

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s