Indjáninn

Lauk við bókina Indjánann e. Jón Gnarr um daginn. Þetta á víst að heita skálduð ævisaga, bernskuminningar byggðar á gloppóttu minni höfundar. Mér tókst að komast í gegnum bókina, en það var með naumindum. Vissulega er hún á köflum fyndin enda ekki af Jóni Gnarr tekið að hann kann þá list að sjá spaugilegu hliðina á lífinu. Einnig var það bókinni til tekna að frásögnin var á stundum það góð að maður fékk áþreifanlega upprifjun á því hvernig það var að vera lítill pjakkur. Hins vegar hefði verið hægt að koma þessum fyndnu atvikum og glettilega góðu minni Jóns á því hvernig það var að alast upp í Fossvoginum í frambærilega smásögu. En það er bara mín skoðun.

Einhver lesandi síðunnar kann að spyrja sig hvers vegna ég skrifa pistil um bækurnar sem ég er að lesa hérna inn. Ástæðan er ekki sú að í mér blundi þrá til að öðlast viðurkenningu sem virtur bókagagnrýnandi. Þvert á móti. Ég held að ég hafi fátt í þann bransa að gera. Mér finnst einfaldlega skemmtilegt að geta smellt á flokkinn bækur og rifjað upp þau rit sem mér tekst að komast í gegnum. That’s all folks.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s