Boltablogg

brassarAlveg magnað hvað íslenskir íþróttafréttamenn eiga gott með að sjá jákvæðu hliðina á frammistöðu samlanda sinna á hinu alþjóðlega sviði íþrótta. Þannig þótti mér það broslegt þegar ég las niðurlag greinarinnar um leik Reading og United í Fréttablaðinu í gær. Legg það ekki á mig að henda þessu orðrétt hérna inn en lofa að ýkja ekki í staðinn. Umsögnin um frammistöðu Ívars Ingimarssonar var eitthvað á þá leið að hann hefði að vanda leitt varnarleik Reading og gert það með sóma, þó svo hann hefði átt sinn þátt í mörkunum þremur sem þeir fengu á sig. Skondið.

Mér fannst ámóta skondið þegar ég las fyrirsögnina fréttinni um sigur Barcelona í gærkvöldi á visir.is. "Eiður kom inná sem varamaður í sigri Barcelona". Klárlega aðalatriðið í þeirri frásögn.

Annars fátt að frétta. Búinn að vera duglegur á heimilinu í vikunni og er nú að njóta uppskerunnar í hinu breytta "kúriherbergi" fjölskyldunnar. Fimmtudagskvöld klárlega sjónvarpskvöld í Hvarfinu og með dyggri aðstoð "plús" möguleika myndlykilsins tekst okkur að sinna þeim fjórum þáttum sem fengið hafa merkimiðann "verð að sjá". Meistaranum nýlokið, húsmæðurnar að nálgast og handan við hornið bíða Chandler og dr. House.

Lýsi að lokum ánægju minni með að unnið sé að endurnýjun á Neville tvíburunum innan raða "þrennukandídatana". Ekki verra að nýja gerðin sé af teknískari gerðinni, de Neville Santos. Tjekk it out.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s