Dulbúin jafnaðarmennska

Fjölskyldan varð fyrir þó nokkrum vonbrigðum um daginn. Okkur barst skeyti úr leikskólanum hennar Þórdísar Kötlu sem var eitthvað á þessa leið:

„Í tilefni af öskudeginum verður skemmtun fyrir krakkana í leikskólanum miðvikudaginn 21. febrúar kl. 14. Þar sem við viljum að sköpunargáfa krakkana fái að njóta sín ætlar foreldrafélagið að kaupa hvíta boli sem krakkarnir munu mála á og klæðast á þessum degi. Kveðja, Leikskólinn Hvarf“´

Einhverjum gæti þótt þetta hið besta mál. Ekki mér. Fyrir u.þ.b. mánuði tókum við okkur til og pöntuðum í samráði við móður mína glæsilegan prinsessukjól frá Disney fyrirtækinu. Kjól sem ekki minni fígúra en öskubuska klæddist kvöldið góða. Kjóllinn var sendur með systur-frakt nýverið og hefur byggst upp mikil spenna innan veggja heimilisins fyrir frumsýningarpartýinu. Öskudagsskemmtun leikskólans. Og svo er þeirri gleði kastað út um gluggan í nafni sköpunargleðinnar, dulbúinnar jafnaðarmennsku. Ég er pirraður. Pirraður yfir því að fá ekki að sjá ÞK nota þennan búning á daginn góða og enn pirraðri yfir því að gjöld mín í foreldrafélagið skuli fara í kaup á hvítum bolum.

Ég er líka sár yfir því að búið sé að skemma þessa keppni sem var flottasti öskudagsbúningurinn. En þetta er í takt við annað í uppeldisfræðunum núna. Það má enginn standa öðrum framar…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s