Viltu vinna milljarð?

Ég get reyndar ekki reddað því. Var hins vegar að ljúka við samnefnda bók eftir Vikas Swarup og skemmti mér nokkuð vel yfir lestrinum. Þetta er ævintýrabók af bestu gerð og öll hugmyndin að baki bókinni hin frumlegasta. Ef einhver er að lesa þetta og vill hreinlega ekki vita neitt um söguna þá er líklega best að segja skilið við þessa færslu þegar í stað.

Bókin fjallar um ungan pilt sem er handtekinn eftir að hafa unnið milljarð af mynt sem ég man ekki hvað heitir í svipinn. En það er a.m.k. ógurleg upphæð, sér í lagi fyrir sigur í spurningakeppni í sjónvarpi. Ástæðan fyrir handtöku stráksins er sú að yfirvöld og skipuleggjendur keppninnar trúa því ekki að hann hafi vitað spurningarnar 12 sem þurfti til að hreppa vinninginn. Enda er hann "bara" fátækur þjónn. Lífshlaup stráksins er síðan rakið kafla fyrir kafla og í lok hvers þess kafla fæst tenging við það hvers vegna hann vissi svarið við spurningunni. Mér fannst sem fyrr segir hugmyndin góð og margar frásagnirnar skemmtilegar en það var helst að ég næði ekki að tengja nógu sterkt við harmleikinn sem lífshlaup stráksins var. Þetta var kannski of ævintýralegt.

Sagan er hins vegar full af húmor og veitir áhugaverða innsýn í Indland og þá miklu stéttaskiptingu sem þar virðist ríkja. Eins vekja margar af þeim raunum sem aðalpersónan lendir í mann til hugsunar um hugtakið náungakærleik. Strákurinn, Ram Mohammad Thomas, virðist vera hin besta sál og leggur sig fram um það í ríkum mæli að hjálpa þeim sem jafn lítið mega sín og hann sjálfur. En eins og mannkyninu er trúandi til fær hann það ekki alltaf borgað jafn fallega til baka.

Ég mæli hiklaust með lestri bókarinnar, en þó skyldi lesa Flugdrekahlauparann fyrst. Hún er betri. Ólík að sumu leyti, lík að öðru. En betri lesning að mínu mati.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s