Þrefalt?

mcdMan Utd bloggarar keppast þessa dagana við að telja sér og öðrum trú um að nú sé komið að því að við endurtökum leikinn frá ’99 og vinnum þrefalt. Ég get ekki verið eftirbátur í því enda hef ég statt og stöðugt minnst á það hér á síðunni að hún sé sterk titlalyktin sem leggi frá Trafford þetta tímabilið. Menn minnast í þessu sambandi á að tímabilið 98-99 höfum við haft Beckham í fantaformi, ekki ósvipað því sem við erum að sjá með Ronaldo núna. Það sem geri samanburðinn enn áhugaverðari sé síðan sú staðreynd að báðir höfðu þá lokið heimsmeistarakeppni sem hálfgerðir skúrkar. Ég er ekki að kaupa þessar líkingar. Eins mikill Beckham maður og ég er þá verður bara að viðurkennast að hann náði aldrei á sínum ferli að eiga svona langt tímabil þar sem hann bar liðið á herðum sér. Frá nóvemberlokum hefur Ronaldo nánast einn síns liðs gert United að þeim öfluga her sem liðið er þessa dagana. Vissulega einföldun, en það verður ekki af honum tekið að þrátt fyrir að vera með 2 menn á sér nánast alla leiki hefur hann samt skorað 15 mörk í deild ásamt því að skila fjölda stoðsendinga. Merkilegt að Jón skuli hafa tekið hann inn í Fantasy en ekki ég.

Eftir mikil vonbrigði á Emirates í janúarmánuði höfum við komið virkilega sterkir til baka og skilað góðum sigrum á móti Portsmouth, Watford og nú síðast Tottenham. Menn segja að það sé eitt af einkennum meistaraliða að standa sterkir þegar á móti blási og ef það er satt þá hafa mínir menn sýnt meistaratakta í kjölfar Arsenal óhappsins. Í gær tókum við Tottenham í kennslustund. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem það eina sem skyldi á milli liðanna var það að innan raða United voru sigurvegarar. Menn með bullandi sjálfstraust. Merkilegt að horfa á þessa leiki. Maður vissi einhvern veginn allan tímann að við myndum vinna. Þrátt fyrir að Tottenham væru jafnvel að spila betur í fyrri hálfleik. Eftir svona leiki og sér í lagi í ljósi þess að það eru fá Evrópulið á ámóta "runni" þá finnst manni eins og við hljótum að klára þrennuna góðu. En það er löng, löng leið eftir og ótrúlega auðvelt að klúðra einum bikar- eða Evrópuleik.

Það eina neikvæða þessa dagana eru félagaskiptaorðrómar í kringum Ronaldo. Óþolandi þegar það er bullandi hamingja innan klúbbana að það þurfi alltaf að vera þessi orðrómur um að hinn og þessi séu á leiðinni í burtu. United samt engu skárri en aðrir í þessum efnum, sbr. Hargreaves, Torres ofl. En þetta er samt frekar pirrandi fyrir stuðningsmanninn. Arsenal menn hafa þurft að búa við svona leiðindaspekúlasjónir í kringum Henry og það er pirrandi. Þetta er klárlega það leiðinlegasta við peningavæðingu fótboltans. Hvað Ronaldo varðar þá held ég að ef við náum að landa Meistaradeildinni þá séu mun meiri líkur á að hann verði áfram hjá okkur. Eins held ég að vetrarfrí á Englandi myndi hjálpa mikið til, þó svo að ég væri sjálfur engan veginn tilbúinn að kveðja jólaboltann.

Jæja. Nóg um United pælingar í bili. Meira svona fyrir mig til að rifja upp í maí 🙂

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s