Bloggið

Hef verið að pæla í tilganginum með því að halda þessu bloggi gangandi og hann er lítill. Ætla þó að þráast við enn um sinn. Finnst gaman að líta til baka og lesa gamlar færslur þó svo flestar séu kannski innihaldslitlar.

Helgin var með ólíkindum róleg og mætti ég því endurnærður inn í vikuna. Við sátum bæði kvöldin fyrir framan sjónvarpið og skiptum því bróðurlega á milli söngvakeppnanna X-Factor og Evróvisjón. X-Factor hafði klárlega vinningin þar sem lögin þetta árið í lagakeppni sjónvarpsins eru með eindæmum léleg. Mér finnst ótrúlegt að lagahöfundar landsins taki sig ekki til og hendi inn almennilegum lögum í þessa keppni því þetta er ágætis vettvangur til að koma dægurlögum á framfæri. Auk þess fær sigurvegarinn utanlandsferð í verðlaun, ótakmarkaða auglýsingu í nokkra mánuði og tímabundinn "status" sem strákurinn eða stúlkan okkar. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert.

Af döprum Evróvisjón lögum hef ég mesta trú á því að Friðrik Ómar eða Jónsi vinni sökum þess hve lögin þeirra eru dæmigerð.  Hins vegar hef ég haft mest gaman af kántrýlaginu með Matta úr Dúndurfréttum og Pöpum og svo fannst mér lagið með Heiðu fínt. Við sjáum hvað setur.

Af X-Factor hef ég þó gaman, þó svo áhorfið klári ekki innra minnið hjá kallinum. Sko, bara farinn að koma með tölvulíkingar 🙂
Það verður ekki af stöðvar 2 fólki tekið að framleiðslan á þáttunum er vönduð og mikið lagt upp úr því að gera sýninguna sem glæsilegasta. Er hins vegar ekki alveg sáttur við þessa Ellý og eins finnst mér þulurinn Halla ekki vera að pluma sig nógu vel. En hún er a.m.k. sæt. Ég hef mesta trú á því að annar hvor stelpnadúettinn fari með sigur af hólmi því ég held að þjóðin kjósi varla annan sjómann sem sigurvegara svona keppni. Það "concept" klúðraðist eiginlega með Idol-Kalla. Sjómaðurinn er samt feyki öflugur.

Já, ég veit ekki hvað ég var að hugsa með því að segja að bloggið mitt væri tilgangslaust.
En fyrir innihaldsríkari færslur bendi ég áhugasömum á að lesa bloggið hans Óla Stefáns. Virkilega skemmtilegar pælingar þar á ferð.

Lauma síðan inn einni mynd af helsta afreki helgarinnar. Við Þórdís Katla tókum okkur til eftir góðan sunnudagsgöngutúr og bjuggum til snjókarl sem fékk hið frumlega nafn Snæfinnur. Myndarpiltur Snæfinnur.

Meira á barnalandssíðunni hennar ÞK, þar sem lykilorðið er nafn á litlum bæ í Alabamafylki í Bandaríkjunum…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s