Í Kanalandi

mcdTinna hreinsaði upp útsöluna á Gap.com á dögunum. Í kjölfarið komu smá vandamál upp þar sem heimilisfang korthafa og móttakanda stefndi ekki. Kannski ekki besta saga í heimi en ég vildi koma þessu að þar sem Tinna hitti naglann á höfuðið eftir samtal við "GAP Support" í kvöld og sagði: "Ooohh hvað ég sakna þjónustunnar í Bandaríkjunum". Í kjölfar kvartana minna í garð íslenskra þjónustufulltrúa vil ég nefnilega benda á að það er ekki að ástæðulausu sem ég er nöldrandi yfir þessu. Ég veit af fenginni reynslu að það er hægt að standa betur að þessum hlutum.

Ætla samt ekki að vera bara neikvæður og hrósa ákveðnu fyrirtæki hér í bæ. Fyrirtæki sem að vísu á ættir að rekja til Bandaríkjanna. Við fórum nefnilega fjölskyldan á McDonald’s í hádeginu sl. laugardag og snerum þaðan virkilega ánægð með þjónustustuðulinn. Ekki það að væntingarnar séu háar þegar gengið er inn á íslenskan skyndibitastað en McDonalds fór samt fram úr þeim í þetta skiptið og það er vel. Þau atriði sem ég var ánægðastur með:

  • Góð þjónusta og almennilegt starfsfólk
  • Gulrætur og ávaxtasafi í barnamáltíðinni
  • Gott úrval af öðrum drykkjum en gosdrykkjum
  • Það var komið að borðinu okkar og okkur boðið upp á kaffi (sem reyndar hlýtur að hafa verið í tengslum við e-ð sérstakt tilefni)

Já. Ég er ánægður að þurfa ekki að nöldra yfir öllum hlutum, og sáttur við McDonald’s. Mæli samt síður en svo með þessum ágæta stað í öll mál því þá er hætt við að maður endi eins og drengurinn hér að ofan…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s