Óskað eftir bakaríi

Ætla að nýta mér þá daglegu umferð sem fer um síðuna og auglýsa eftir fjársterkum aðila til að opna bakarí hér í Vatnsendabyggð. Mér finnst ótrúlegt að það sé enn ekki búið að ráðast í slíka opnum því hverfið hér er orðið nægjanlega stórt til að styðja við slíkan rekstur. Það er klárt mál.

Ég var reyndar ekkert sérstaklega hress í gærmorgun og hefði því líklega ekki heimsótt bakaríið þann daginn. Eyddi föstudagskvöldinu með vinnunni á þorrablóti og endaði svo á þeim ágæta stað Players. Hef sjaldan verið hressari. Eða að fannst mér að minnsta kosti um eitt leytið á föstudagskvöldið. Jón getur vitnað um það eftir að hafa fengið skrautlegt símtal frá undirrituðum sem vildi backup eftir skrautlegt rifrildi við breskan stuðningsmann Liverpool. Merkilegt hvað maður getur verið skemmtilegur 🙂

Var samt klárlega ekki eins kátur þegar ég vaknaði í íþróttaskólann 10 í gærmorgun. Mætti samt enda fátt skemmtilegra en að fylgjast með íþróttakempunni Þórdísi Kötlu "in the making".

Við feðginin vorum hins vegar hressari núna í morgunsárið og vorum mætt í bakarí fyrir klukkan 9 í morgun. Það er samt sem fyrr segir frekar pirrandi að þurfa að aka 10 km. til þess eins að komast í bakarí. Ég vona að úr þessu rætist fyrr en síðar. Það eru t.a.m. þrjú bakarí á 1 km. kafla frá Dalvegi að Bæjarlind en síðan ekkert á þeirri 10 km. leið sem liggur frá Lindunum upp í Hvörf. Furðulegt.

Horfði á X-Factor í endursýningu í gær og stuttu síðar undankeppni Evróvisjón. Mér líst ágætlega á þennan X-Factor þátt, þó svo ég sé ekki að kaupa þessa Ellý. Er ekki alveg á því að þessi týpa eigi erindi í sjónvarpið. En það voru þarna nokkrir aðilar sem ég gæti alveg stutt áfram í svona keppni. Stelpuhópurinn með ex-bleika hárið og sjómaðurinn voru að mínu mati fremst í flokki. Ég var ekki að fíla gömlu fölsku konuna og kórstelpurnar fjórar. En það er kannski bara ég. Veit ekki einu sinni hver þessi X-Factor er. Veit það einhver?

Eurovisjón keppnin var keimlík fyrri slíkum keppnum. Ekkert lag sem maður á eftir að eignast á disk en samt alltaf ágætt að glápa á þessar keppnir og mynda sér skoðun á misgóðum keppendum og lögum. Held að af því sem komið er að ég fíli best "country" lagið frá síðustu viku. Held að við ættum frekar að senda Jónsa í Vaxtaræktarvisjón heldur en öskrandi til Finnlands. Var ekki að tengja við gargið í honum en sá að hann er klárlega að taka á því í ræktinni. Ermalausa skyrtan sýndi það glögglega.

Hef minna gaman af því að fylgjast með Frjálslynda flokknum rífast um hver eigi að leiða sauðina. Finnst farsinn í kringum flokkinn síðustu daga sýna betur en margt annað að þetta er ekki hópur sem treystandi er til að leiða þjóðina næstu árin.
Fannst líka fyndið í gær þegar Bogga Solla tilkynnti sínu liði að ástæðan fyrir döpru gengi síðustu daga í skoðanakönnunum væri sú að Samfylkingin væri pólitískari flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn. Ég náði nú ekki megininntakinu í þessari pælingu sem var eitthvað á þá leið að þau þyrðu að opna sig um viðkvæm mál og væru pro-aktív á meðan D-menn væru meira í því að taka á vandamálum þegar þau kæmu upp. Og er þá bara þjóðin ekki að átta sig á þessu, eða erum við vandamálafíklar? Náði þessu ekki alveg. Held að vantraustsskýringin frá því fyrr í vetur sé sú skárri af tveim döprum kostum fyrir Samfylkinguna. En miðað við hvað flokkurinn sá skiptir oft um skoðun verður líklega komin ný ástæða í næstu ræðu formannsins. Ætli maður kjósi ekki bara einn af þessum tíu flokkum fyrir minnihlutahópa sem líklega verða á matseðlinum í vor? Varla. Tveir litu dagsins ljós í vikunni og fengu fulltrúarnir sínar 15 mínútur af frægð í Kastljósþætti eitt kvöldið. Ég skipti um stöð.

Jæja, fór á netið til að fara í sumarfríspælingar og ætla að halda því áfram. Þykir líklegt að stefnan verði sett á hring um landið og sumarhúsafrí í Danmörku eða Þýskalandi þetta árið. Við sjáum til.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s