Kominn í samband

Það var ekki eins mikið mál og ég hélt að komast í netsamband á ný enda hefði það verið hálf hallærislegt að geta ekki klórað sig fram úr því, vinnandi hjá fyrirtæki í tölvuþjónustu. Hef hins vegar lítið komið mér í að skrifa upp á síðkastið þó nóg hafi legið á manni.

Hérna heima hefur landsliðið verið í sviðsljósinu enda hafa strákarnir staðið sig eins og hetjur í Þýskalandi. Frakkaleikurinn var að mínu mati einhver besta frammistaða sem íslenskt íþróttalið hefur sýnt enda var maður ekki að trúa því þegar við náðum þægilegri 10 marka forystu á móti heimsmeisturunum. Ótrúlegt. Mér finnst mesti munurinn á þessu móti liggja í því að í fyrsta skipti í lengri tíma eru íslensku markmennirnir að verja í heimsklassa. Það munar öllu að vera með markmenn sem geta tekið 5-6 dauðafæri í leik og 2-3 víti því þar skilur á milli þessara 10-12 skota markmanna og hinna sem vinna leiki. Ég er mjög sáttur við þá félaga Birki og Roland og held að þeir séu eitt af þremur atriðum sem hafa skipt mestu máli í þessum árangri okkar manna. Annað atriði er vörnin, en þessi tvö atriði haldast að sjálfsögðu í hendur. Það er ótrúlegur munur að hafa Sverri og Vigni (sem reyndar ætti alltaf að hlaupa beint útaf í sókn og aldrei að láta sjá sig fyrir framan miðju) með Fúsa í miðju varnarinnar.

Þriðja atriðið sem að mínu mati er nýlunda hjá landsliðinu m.v. síðustu ár og hefur skipt hvað mestum sköpum í þetta skiptið er sú breyting að treysta ekki eingöngu á Óla. Í síðustu leikjum hefur Óli getað slakað á þó svo hann sé ekki að raða inn mörkum og stoðsendingum. Hin liðin eru klárlega að leggja mesta áherslu á að stoppa hann og þá losnar um hina. En síðustu ár þá hafa menn ekki verið að nýta sér það eins vel og t.d. Logi og Markús hafa verið að gera í ár. Mikið hrikalega er maður sáttur þegar það gengur svona vel. Vonandi verður áframhald á þessu.

Það er rosalega erfitt að spá fyrir um Þjóðverjaleikinn í dag. Maður veit ekkert hvað þjálfarnir ákveða að gera en ef ég væri Alfreð þá myndi ég láta varamennina taka fullar 60 mínútur í dag. Hvíla Óla, Alexander, Loga, Fúsa, Guðjón Val og Snorra. Ég held að ef þeir fengju fulla hvíld þá ættum við meiri möguleika á að vinna hvern sem er í 8 liða úrslitunum.

Setja Hreiðar í markið og byrja svo með eftirfarandi sex: Ragga Óskars í horninu, Markús, Arnór og Ásgeir fyrir utan, Vigni á línunni og Einar í horninu ef það má…

Mínir menn fóru svo tiltölulega þægileg áfram í 5. umferð FA cup í gær. Rooney mættur aftur. Ekki varð sú endurkoma til að draga úr væntingum mínum um þrennuna þetta árið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s