Unplugged

Hef verið netlaus heima síðustu daga og þ.a.l. ekki getað skrifað neitt á síðuna góðu. Þetta horfir þó vonandi til betri vegar og má búast við því að samband verði komið á einhvern tíma í næstu viku. Set kannski inn færslu á næstunni um erfiðleika þess að fá ADSL samband frá netbirgjum þessa lands.

Get reyndar hrósað happi yfir því að hafa ekki getað skrifað hér inn síðustu daga þar sem það hefðu líklega verið færslur sem mér þætti sárt að lesa í dag. Ég ætlaði að vera búinn að fara yfir þá miklu trú sem ég HAFÐI á landsliðinu fyrir þetta heimsmeistaramót. Mínar væntingar fóru norður og í niðurfallið, svo ég geri orð Ronju ræningjadóttur að mínum, síðla dags í dag. Það var ótrúlegt að horfa uppá landsliðið spila líklega einn sinn lélegasta leik í langan tíma þegar jafn mikið lá við og í dag. En svona geta íþróttirnar víst verið. Bjartsýnismaðurinn ég heldur í vonina um að við náum að kreista fram kraftaverk gegn Frökkum á morgun. Ég reyni að minnsta kosti að vona það.

Ég ætlaði reyndar líka að vera búinn að dásama möguleika minna manna á því að tryggja enska titilinn þessa helgina. Lengi vel leit líka út fyrir að allt færi á besta veg. Chelsea tapaði fyrir Liverpool og sigur okkar á Arsenal virtist ætla að koma í hús á ósanngjarnan og áreynslulausan hátt. Því ekki get ég sagt að mínir menn hafi gefið allt í þetta í dag. En Arsenal menn tóku sig til og hrifsuðu til sín 3 stig með tveimur keimlíkum mörkum. Líkum að því leiti að þeir röltu sér fram hjá þreyttum Evra og sendu boltann fyrir á framherja sem virtust hafa einhvers konar "free space in the box" kort undir hendi. Ég held að þetta hefði getað farið á annan veg ef Fergie hefði hent Heinze inn þegar Evra fékk sparkið síðla leiks. Það þýðir samt ekkert að grenja þetta. Við erum enn efstir og ég hef enn fulla trú á því að við tökum þetta þrefalt í ár.

Hápunktur dagsins, sér í lagi í ljósi neikvæðra íþróttaúrslita, var ferð fjölskyldunnar á leikritið um Ronju ræningjadóttur. Virkilega skemmtilegt stykki. Þórdís Katla sat eins og engill í 2 og 1/2 tíma og lét sér ekkert bregða við öskur, læti og mikla ljósasýningu. Allt í kring skældu krakkar en mín sýndi áður óþekktan naglaskap og sat með bros á vör í fangi mömmu sinnar. Það hjálpaði líklega til að diskurinn hefur rúllað á heimiliinu í allan vetur auk þess sem tvær útgáfur af leikritinu hafa ratað á sjónvarpsskjáinn bæði í Hvarfinu og Heiðargerði. Maður sendir ekki dömuna óundirbúna á vígvöllinn.

Það var sem sagt ekkert yfir þeim Ronju og Birki að kvarta. Hins vegar verð ég að kvarta yfir Borgarleikhúsinu. Mér finnst óþolandi að það sé einungis hægt að fá kók og nammi í hálfleik á svona leiksýningu. Bíð spenntur eftir því að Íslendingum takist að bjóða uppá "íþróttanammi", eins og það er kallað í Hvarfinu, við svona tækifæri. Hvað er að því að selja ávexti, jógúrt og 100% ávaxtasafa í bland við sælgætið? Samlokur og kaffi hefðu m.a.s. glatt mitt vanþakkláta hjarta.

Jæja. Fínt í bili. Ætla að henda inn tveimur spádómum fyrir leikinn á morgun:
Hjartað segir: 31-29 fyrir Ísland
Heilinn: 34-23 fyrir Frakkland

Koma svo!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s