Líður að jólum

Ýmislegt í gangi þessa dagana og verið að vinna að lokaundirbúningi fyrir blessuð jólin. Við Tinna höfum haft ýmislegt fyrir stafni og erum nú að verða búin að útbúa notalegt sjónvarpsherbergi þar sem áður var hefðbundið draslherbergi. Við fjárfestum í stórum sófa og höfum búið til herbergi sem er því miður svo notalegt að þegar maður er sestur þar niður er ekki nokkur leið að standa upp. Það er hins vegar seinni tíma vandamál að leysa það.

Okkur tókst þó að standa upp í gær og ljúka við jólakortin og flesta jólapakkana, þ.e. að pakka þeim. Undirritaður sá að mestu leyti um pökkun, enda einstaklega laginn við slíka iðju.

Erum síðan að velta fyrir okkur að auka enn á neysluna í desember með kaupum á tölvu. Það er leiðinlegt að kaupa tölvur. Það er erfitt að bera þær saman og maður veit ekkert eftir hverju maður er að leita. Sé ekki fram á lausn á því máli fyrir jól.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s