Jólalykt eða skítalykt?

Jólabarnið ég er farinn að hlakka til. Ekki sló það á jólastemninguna að horfa á þáttinn hans Hemma Gunn þar sem Sigurbjörn fyrrum biskup átti að mínu mati stærsta leikinn. Kom eldhress í sjónvarpssal og leit út fyrir að vera allt annað og miklu yngri en 95 ára. Svaraði spurningum Hemma af kostgæfni og fangaði hinn eina sanna jóla anda með einlægum og hreinskilnum svörum. Hvatti til hógværðar og óskaði sér einungis friðar- og áfallalausra jóla. Handa sér og sínum og raunar öllum mannsbörnum.

Í minni jólaanda færi ég fregnir af tveimur skítamálum. Magga frænka glímir við stíflað skólp sem er líklegast ekki sú gjöf sem flestir óska sér í fárviðrinu tveimur dögum fyrir jól. Þau Skúli hafa eytt deginum við mokstur úti í garði en að sögn er málið komið á lausnastigið. Ekki ósvipað er vandamál okkar Tinnu. Við höfum tekið eftir minnkandi rennsli úr salernisvaskinum okkar og nú er svo komið að vatnið sýnir á sér lítið fararsnið úr vaskinum. Því tók ég mig til og tók allar leiðslur í sundur og athugaði hvort ekki væri hægt að hreinsa stífluna. Það var öðru nær og vandamálið virðist liggja innan veggja hér í hvarfinu. Verkefni morgundagsins hjá Tinnu er að hringja í Stífluþjónustuna sem vonandi sér aumur á okkur rétt fyrir jólin.

Tölvukaupin gengu hraðar fyrir sig en búist var við eftir frumleit gærdagsins. Fjölskyldan hefur gengið frá kaupum á glæstri HP Pavillion tölvu og kunnum við Dodda bestu þakkir fyrir hjálpina við þau kaup.

Guðmundur Steingrímsson með enn eina gæðafærsluna í dag. Í anda hennar kveð ég og velti fyrir mér hvort það snjói í Afríku þessi jólin enn það var einmitt sú spurning sem brann hvað heitast á vörum Band Aid hópsins í den. "It won’t be snowing in Africa this Christmas" (og þess vegna er lag að kaupa diskinn og leggja hönd á plóginn…). Snjóvél til Afríku.

Góðar stundir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s