Fjölmiðlaaftökur

Um fátt annað hefur verið rætt síðustu dagana á kaffistofunni en umfjöllun Kompás manna sl. sunnudag. Ég ætlaði svosem ekki að leggja mörg orð í  belg enda er ég með þessum skrifum mínum að einhverju leyti að bæta við þann verknað sem ég tel hvað verstan við svona fréttamennsku. Get hins vegar leyft mér þetta þar sem lesendur síðunnar skipta ekki tugum:)

Það er ljóst að æsifréttamennska og "dramatísering" líkt og sú sem kom fram í þættinum og viðhöfð hefur verið áður, t.d. í DV fyrr á þessu ári, er afar varhugaverð. Það að fjölmiðlar skuli nú vera farnir að setjast í dómssæti og búta niður mannorð manna er að mínu mati hættuleg þróun. Vissulega er hægt að benda á að slíkur verknaður hafi að einhverju leyti fordæmisgefandi gildi og þetta virki sem einhvers konar víti til varnaðar á misyndismenn en hættan er sú að þarna er að nokkru leyti verið að ganga fram hjá dóms- og rannsóknarstigum sem við treystum allajafna til að sjá um svona mál. Það sem meira er að ekki er endilega víst, m.v. umrædda málavexti, að þetta mál muni eiga erindi fyrir dóm.

365 menn gerðu sitt til að blása málið út og auka á æsingin. Sigmar Guðmundss. fjallar t.a.m. á sinni síðu um það hvernig þeir byggðu undir hrellinginn með því að banna þáttinn. Að því er virðist bara þetta eina kvöld…

Það sem síðan eftir stendur er að jólin hjá fjölskyldu þessa manns eru fyrir bí og mannorðið farið í vaskinn. Hvað svosem verður í framhaldinu er ljóst að séð hefur verið til þess maðurinn hefur verið dæmdur grimmilega fyrir augum samborgara sinna. Ég er efins um að slíkt vald eigi að vera í höndum fjölmiðla.

Sigmundur Ernir varði ákvörðun stöðvarinnar í gær og sagði að þeir hefðu sterkar sannanir fyrir því að sá er fjallað var um hefði brotið af sér. Mér fannst aldrei koma nægjanlega skýrt fram hvað hann hefði brotið af sér. Hins vegar fannst mér í þættinum sem þessar sannanir væru algert aukaatriði. Mest áhersla var lögð á að skilgreina BDSM og sýna tilgangslausar myndir af fólki ótengdu málinu við slíka iðju. Ljóst er að maðurinn verður enginn glæpamaður sökum kynlífshvata sinna og m.a.s. verður erfitt að sjá hvar kæra ætti hann sé fótur fyrir því að hann hafi átt í samneyti við þær konur sem til þáttarins leituðu. Vissulega er það siðferðislega rangt að nýta sér stöðu sína á þennan hátt en ég er ekki viss um að með því sé hann að fremja lögbrot. Læt samt dóms- og ákæruvaldi um að leiða það mál til lykta. Ég tel hins vegar að líkt og ég, þá muni hinn almenni borgari sem heldur með skattgreiðslum uppi starfssemi Byrgisins, ekki sætta sig við að þar sé starfandi maður sem í krafti starfs síns og trausts skjólstæðinga sinna sækir sér kynlífsgreiða. Ég treysti því að slíkum málum sé fylgt eftir en vona að ekki þurfi að koma til fjölmiðla að sjá um þau mál.

Mín skoðun er sú að gaman hefði verið að fá frekari innsýn í þann vinkil fréttarinnar sem snýr að brotinu í stað þess að einblína á umræddan mann. Hver er hin eiginlega sök ef einhver er? Að mínu mati hefði einnig átt að leggja mun meiri áherslu á umfjöllunina um meint fjármálamisferli og grafa dýpra ofan í það hvers vegna skýrslan sem byggt var á hefði ekki verið gerð opinber. Þegar og ef málinu er síðan fylgt eftir af ákæru- og dómsvaldi væri síðan hægt að gera frétt í átt við þá sem boðið var uppá þetta kvöld. Hafi maðurinn hlotið dóm…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s