Meira af Birni Inga

Mundi allt í einu eftir því þegar ég var að skrifa um Björn Inga hér áðan að ég las um daginn bók sem hann ritaði árið 2002. Bókin heitir Barist fyrir frelsinu og er önnur bók Björns. Hún segir sögu íslenskrar konu sem kynnist egypskum manni í Danmörku og eignast með honum tvö börn. Sambandið er í meira lagi stormasamt og endar í heljarinnar forræðisdeilu og brottnámi dóttur hennar, alls ekki ólíkt því sem Sophia Hansen lenti í um árið. Ætla mér að reyna að hripa nokkrar línur niður um þær bækur sem ég les, sér í lagi fyrir mig en hugsanlega öðrum til fróðleiks líka, skyldi einhver ramba inn á síðuna.

Saga konunnar, Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur er áhugaverð og ævintýraleg. Dóttir hennar er á aldur við mig og það gerir lesninguna enn áþreifnalegri. Bókin er í sjálfu sér fljótlesin og auðmelt en gefur lesandanum góða sýn á þá árekstra sem geta skapast innan fjölskyldna þar sem saman kemur fólk af ólíku þjóðerni og frá ólíkum menningarheimum. Birni farnast það vel að segja söguna og því lag að mæla með því við hvern sem er að glugga í bókina  við tækifæri.

Bókin hjá Eddu

Er þessa dagana með tvær bækur á náttborðinu. Sú fyrri er fyrsta bindi Ævisögu Einars Benediktssonar sem Guðjón Friðriksson ritaði. Ég fékk þessa bók í stúdentsgjöf fyrir allmörgum árum og hef ekki lagt í hana fyrr en nú. Hún er hins vegar hin besta lesning og ekki loku fyrir það skotið að henni verði gerð ítarleg skil hér síðar. Sérstaklega áhugavert í byrjun er að sjá að faðir Einars, Benedikt, byggði fyrsta býlið hér við Elliðavatn í Vatnsendabyggð. Merkilegt nokk. Hin bókin á borðinu er bókin Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Ég er búinn með væna sneið af þeirri bók og get fullyrt að þetta er ein af fyndnari bókum sem ég hef lesið. Ég var búinn að sjá leikritið og skemmti mér konunglega en átti alltaf eftir að kryfja bókina.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s