Jólahjól

Ég get ekki sagt að ég finni mikið fyrir þessu stressi sem maður les um á hinum og þessum síðum. Þvert á móti finnst mér flestir sem ég mæti vera með sparibrosið uppsett og njóta alls þess sem lífgar upp á skammdegið í desember. Við Tinna fórum í IKEA í kvöld þar sem við erum að leita okkur að sjónvarpssófa. Áttum þar fína stund og enduðum á því að borða dýrindis IKEA-kvöldverð, hangikjöt og uppstúf, kjúklingalæri og spaghettí. Fínasta kvöldmáltíð.

Annars höfum við Tinna af því nokkrar áhyggjur að ferðir okkar í þessa ágætu sænsku verslun séu kannski of tíðar. Um daginn þegar Þórdís Katla var að snæða kvöldverð og drekka úr IKEA plastglasi sagði hún hátt og snjallt: Nei, sjáðu mamma, IKEA glas! Það merkilega við þetta er að það stendur bara IKEA litlum stöfum í engum lit á botni glassins. Annaðhvort er Þórdís Katla með ótrúlegan lesskilning m.v. tæplega þriggja ára barn eða við verðum að fara að fækka ferðum í búðina góðu…

Fór í fyrsta skipti í nýju vinnuna í dag og átti fínan dag. Mér líst bara vel á staðinn og er fullur tilhlökkunar að byrja og takast á við þetta á nýju ári. Fór síðan í fótbolta í Árbæjarskóla og tókst að snúa á mér ökklann og geng núna draghaltur um gólf í hvarfinu. Merkilegt að í síðustu tvö skipti sem ég hef farið í bolta með pabba hef ég snúið til baka með laskaðan ökkla. Tilviljun? Að vísu átti pabbi engan þátt í meiðslunum í þetta skiptið enda vorum við feðgarnir saman í tapliði, eins ótrúlegt og það nú hljómar.

Atli benti á //cyberg síðunni á áhugaverðan tengil á umræðu úr Kastljósinu í gær. Björn Ingi fór þar frekar illa með starfsbróður sinn Dag B. Eggertsson og þáttastjórnandann Helga Seljan. Bingi er með "recap" á síðunni sinni… skemmtileg rimma og ég segi sem fyrr að mér þykir ýmislegt spunnið í Björn Inga.

Jæja, vikan rétt byrjuð og helgin handan við hornið. Ýmislegt sem stendur til þessa helgina. Jólagleði hjá Tinnu og Árbæjargenginu á morgun og síðan Vals-hittingur á laugardagskvöldið. Þar fyrir utan ætlum við álfarnir að reyna að innbyrða alla þá jólastemningu sem við komumst yfir. Tvö jólaböll á dagskránni og tóm gleði framundan. Ætla að reyna að setja inn lag á síðuna og ef það tekst þá vona ég að þið njótið þess og mæli eindregið með því að þið verðið ykkur úti um þennan ágæta disk sem fullkomnar jólaandann hér í hvarfinu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s