Santa's little helper

Stekkjastaur mætti í nótt og stóð vel fyrir sínu. Laumaði fallegri jólabók að prinsessunni. Það mátti vart á milli sjá hvor var spenntari, Þórdís Katla eða undirritaður þegar kíkt var á stígvélið góða sem nú hefur fengið varanlegt pláss í glugganum næstu vikurnar.

Þvílíkur kraftur búinn að vera í jólagjafainnkaupum og er þeim að mestu lokið nú löngu fyrir jól. Sérstaklega er ég stoltur af gjöf foreldra minna sem bæði er óvenjuleg og að mínu mati afar spennandi. Þar sem fjölmargir lesendur síðunnar gætu lekið upplýsingum um innihaldið verður birting þess að bíða betri tíma.

Hún var athyglisverð tilkynningin sem hékk uppi á leikskólanum hjá ÞK í gær. Þar var það ítrekað að nú væri Stekkjastaur á leið til byggða og foreldrar hvattir til að gleyma ekki að setja skóinn út í glugga. Ennfremur voru foreldrar hvattir til að gæta hófs í innkaupum þetta árið til að gæta jafnræðis. Mér fannst þetta nokkuð gott því eftir því sem ég best veit hafa þessir krakkar ekkert skynbragð á virði gjafanna og eru bara nokkuð sátt ef þau fá eitthvað annað en kartöflu. T.a.m. var Þórdís Katla ánægð með bókina sem kostaði allt of mikið, en kvartaði þó aðeins yfir því að Stekkjastaur skyldi ekki verða við bón hennar um bleika GSM símann úr Bónus sem kostar 99 kr. Það gæti orðið grátur og gnístran langt fram eftir vetri ef þessir símar sem ÞK rakst á í haust snúa ekki aftur fljótlega. Óskalistinn er einfaldur þetta árið: Bleikan síma, takk fyrir! Annars datt mér í hug í tengslum við tilkynninguna góðu að það eru til þeir krakkar sem farnir eru að lesa fyrir lok leikskólans og hvað ætli þeim þyki um það að tilkynnt sé svo opinskátt um þátt foreldranna í dreifingu jólasveinagjafanna?

Ég get þó verið viss um að lesendur síðunnar geyma sína skó í skápnum þennan mánuðinn… eða hvað?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s