Jólahelgi

Fyrsta almennilega jólahelgin að baki. Með því á ég við að þegar ég lagðist á koddann í gærkvöldi fannst mér virkilega sem jólin væru að koma. Okkur tókst að afreka heilmargt yfir þessa helgi  og nú er unnið markvisst að því í takt við aðra Íslendinga að skapa hinn eina sanna (skv. stöðluðum skilyrðum seljenda) jólaanda.

Eyddum laugardagssíðdegi í Smáralind án þess að versla eina einustu jólagjöf. Náðum hins vegar að hlusta á ágætis jólatónleika þar sem engin skemmti sér betur en Þórdís Katla. Prinsessan kom okkur í opna skjöldu með því að syngja hástöfum með þeim félögum Gunna og Felix í hverju einasta lagi. Lukum síðan við að skanna búðirnar og þó svo ekki hafi verið gengið frá neinum kaupum mynduðust margar góðar hugmyndir sem verða framkvæmdar á næstu dögum. Það verður líkast til eitthvað í pökkunum frá okkur þetta árið sem hin fyrri.

Annars var hápunktur laugardagsins án efa skemmtileg afmælisveisla hjá Ingó. Meistarakokkurinn töfraði fram ljúffenga súpu og bar hana á borð ásamt brauði og meðlæti. Virkilega skemmtileg nýbreytni að geta dottið inn í svona síðdegisboð mitt í jólaösinni.

Sunnudagurinn var ekki síður nýttur. Málningarvinna hjá Dodda, laufabrauð hjá Möggu, heimsókn til Önju litlu frænku og afmælis- og brúðkaupsafmæli hjá tengdó. Hörku dagskrá. Það mætti halda að það væru að koma jól.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s